Saga - 1988, Page 228
226
RITFREGNIR
borist með Hansakaupmönnum undir lok miðalda heldur en með þýsk-
menntuðum íslenskum biskupum á 11. öld. Þó ætíð sé torvelt að meta tilgát-
ur sem þessa þar sem heimildir eru af skornum skammti, þá virðist mér, með
hliðsjón af þeim rökum sem Árni tínir til, engan veginn fráleitt að heiti
sprengidagsins hafi borist með þessum hætti hingað til lands. Það eina sem
mér finnst á skorta í umfjöllun Árna um sprengidaginn er, að hann getur
hvergi ritgerðar um sama efni sem hann birti í Árbók Hins íslenska fornleifafé-
lags árið 1981. Sú ritgerð bar heitið Sprengidagur og í henni er fjallað um sama
efni og í umræddum kafla bókarinnar, þar sem jafnvel heilu hlutar ritgerðar-
innar eru teknir orðrétt upp. Og það úr Árbókarritgerðinni sem ekki er i
sprengidagskaflanum hefur hlotið stað í inngangi hinnar nýju bókar, þar
sem fjallað er um föstusiðina. Með hliðsjón af því hve mikið þessi ritgerð er
notuð í bókinni er furðulegt að hennar skuli að engu getið í ritaskrá eða til-
vitnunum.
Öskudagurinn hefur löngum verið vinsælt efni og hér fær hann maklega
umfjöllun þar sem hvaðeina er tínt til sem þessum degi heyrir, sumt vel
þekkt en annað miður kunnugt. Flestir öskudagssiðirnir eru raktir til megin-
lands Evrópu og eru þaðan upprunnir sem vænta mátti. Þó er sá siður að láta
menn bera öskupoka á þessum degi séríslenskur að því er virðist. Hvað
þióðtrú tengda öskudegi varðar, þá er hún meira á reiki eftir lestur þessarar
bókar en áður eins og gjarna vill verða þegar fræðimenn fjalla um viðkvæmt
þjóðtrúarefni.
Dymbilvikan er tekin til gagngerðrar rannsóknar í bókinni. í rúm fjörutiu
ár hef ég talið mig vita nákvæmlega af hverju nafn dymbilvikunnar væn
dregið. Það væri komið af dumbur = mállaus og héti vikan þessu nafni af þvl
að á þessum dögum hefði trékólfur, dymbill, verið settur í kirkjuklukkurnar
í stað jámkólfsins sem þar var í annan tíma. Þessi skýring er löngu orðin mer
svo töm að það hlýtur að taka mig nokkurn tíma að meðtaka aðra. En eftu
lestur bókarinnar virðist mér að dymbilinn verði að „afskrifa snarlega" eins
og Árni leggur til eftir ítarlega fræðilega umfjöllun um hinarýmsu skýringar-
tilraunir á merkingu heitisins dymbill. Hér er ekki svigrúm til að útlista nánar
niðurstöður Árna um þetta efni, en ég fæ ekki séð að auðveldlega verði geng'
ið í gegn meginkenningum hans um dymbilinn. Ekki virðist þó loku fynr
það skotið að dymbildagar og dymbilvika sé dregið af dumbur hvað sem
dymblinum líður.
Um frjádag segir Árni að hann sé germönsk mynd Venusardags Rómverja
og eru það ekki ný sannindi út af fyrir sig. En í framhaldi segir að þessi gerrn’
anska gyðja „nefndist í ýmsum afbrigðum Frea, Fria, Fríg, Frigg, eða Freyja
(bls. 166). Frjádagur er dreginn af nafni Friggjar eins og alkunna er og er þvl
óþarfi að blanda Freyju við málið enda þótt íslenskir 13. og 14. aldar höfund-
ar geri það. En í þeirra huga var hinn germanski og norræni goðaheimur i
meiri ruglingi en vera þarf fyrir okkur nútímamönnum.
Ámi víkur að breytingum á daganöfnum, er horfið var frá daganöfnum
sem byggðust á heitum hinna fomu guða og kallaður þriðjudagur, miðviku
dagur o.s.frv. í þess stað. Vitnar hann til Jóns sögu helga þar sem segir að Jón
helgi hafi komið þessum breytingum á. Ámi hefur þó skynsamlegan fynr