Saga - 1988, Blaðsíða 229
RITFREGNIR
227
vara á því hvort „Jón biskup á heiðurinn eða skömmina af tiltækinu eður ei."
(Bls. 167.) Árni getur þess, að viðleitni í þá átt að breyta daganöfnum á þenn-
an veg hafi ekki verið íslenskt einsdæmi og nefnir þýsk dæmi um hið sama,
í smáum stíl þó. Hér hefði mátt geta þess, að í austurkirkjunni var daga-
nöfnunum breytt til frambúðar, sem er út af fyrir sig mjög athyglisverð stað-
reynd. Væri forvitnilegt rannsóknarefni að kanna hugsanlegt samband á
niilli austurkirkjunnar og skagfirskrar kristni á 11. og 12. öld, sem gæti ef til
vill varpað ljósi á þá áleitnu spurningu, hvort daganafnabreytingin hafi verið
°rðin að veruleika áður en Jón Ögmundsson kom norður.
í kaflanum um páska víkur Árni að germönskum og fornenskum heitum á
þessari hátíð og segir í því sambandi:
Seinna hafa á þýsku málsvæði fundist heitin Ostarmanoth fyrir apríl
og Ostara sem nafn á upprisuhátíð kristinna manna. Af þessu varð
rómantískum fræðimönnum á 19. öld ekki skotaskuld úr því að búa
til forngermanska gyðju, sem hefði heitið Ostara. Aðrir hafa síðan
haft nokkuð að iðja við deilur um þessa samgermönsku gyðju. Forn-
enska og fornþýska nafnið á apríl gæti þó ekki síður verið dregið af
austurátt, þegar sólin er einmitt nýbyrjuð að koma upp í háaustri eft-
ir jafndægri á vori. (Bls. 180.)
Það kann auðvitað að vera rétt ályktað að gyðjunafnið Ostara hafi verið til-
búningur Jakobs Grimm og sólargyðja með þessu nafni hafi aldrei séð dagsins
•jós. En mér virðist ekki skipta meginmáli hvort gyðja með einmitt þessu
nafni hafi verið til eða ekki. Hitt virðist mér vera aðalatriði málsins, að sólin
var örugglega dýrkuð í Mið-Evrópu og á Norðurlöndum fyrir daga kristninn-
ar- Þess er þá einmitt helst að vænta að sól eða sólargyðju hafi verið færðar
fórnir í þann mund er sól var að hækka á lofti. Þetta skiptir máli, en ekki hitt
hvort sólargyðjan hét Ostara eða Sól, Sunna eða eitthvað enn annað.
Þess var getið hér í upphafi, að Árni leggur á það áherslu í bók sinni að
sýna fram á hagrænar og hagnýtar forsendur ýmissa helgisiða. Stundum
virðist mér hann ganga fulllangt í því að svipta siðina öllu helgiyfirbragði. Pá
virðist mér einnig nokkuð skorta á að hann leiti nógu langt aftur í tímann
Þegar hann er að leita að uppruna ákveðinna siða, en dragi í þess stað of víð-
‘*kar ályktanir af yngri dæmum. Hagrænar forsendur á miðöldum útiloka
ekki að siðir eigi sér miklu eldri og dýpri rætur. Hitt er síðan annað mal, að
°víst er hve mikið menn vissu á hverjum tíma um uppruna og rætur eins
^fkra siða. Til nánari skýringa á þessum orðum tek ég dæmi úr umfjöllun
Árna um Gangdaga. Hann nefnir fyrst að nafnið á þessum dögum sé þannig
II* komið, að menn hafi á þessum vordögum gengið um akra, tún og engi og
eðið um vænan jarðargróða, en segir síðan:
Upphaf þessa siðar er að sjálfsögðu miklu eldra en kristindómur. m
var að ræða skiptingu akra og skemmtun að loknum áfanga vi vor
verkin. Hvarvetna þurfti að byrja á að hreinsa akrana, plægja þa e a
undirbúa að öðru leyti, áður en sáð væri. Nágrannar gerðu Þeha e í
lega á svipuðum tíma eftir því sem veðrátta bauð. Fyrir eða e tir san
ingu var síðan gengið sameiginlega um hina ógirtu akra, sem rnargir
lágu saman, til að menn staðfestu allir sem einn, hver sky í sa e a