Saga - 1988, Page 232
230
RITFREGNIR
engan veginn að hafna hagfræðilegum eða veraldlegum skýringum á ýms-
um þáttum í árlegum vinnubrögðum. En rétt heildarmynd verður ekki dreg-
in upp nema hvaðeina sé sýnt í sínu eðlilega samhengi og einstökum
þáttum, hagrænum og trúarlegum, gefið vægi við hæfi.
Að gerðum þessum athugasemdum má segja um bók Árna Björnssonar að
hún er í heild mjög vel og skipulega unnin og á eftir að koma að góðum
notum. Uppsefning er haganleg og heimildasöfnun víðtæk og yfirgrips-
mikil. Þá er margt ágætra mynda í bókinni sem gefa henni aukið gildi.
Nafnaskrá fylgir og skrá um efnisatriði, en seint verður of oft á því klifað
hver fengur er að slíkum skrám. Prentvillur eru örfáar, en spyrja má, hvers-
vegna Norðlendingur er skrifað með stórum staf en austlendingur með
litlum. )n Httefill Aðalsteinsson
Gísli Ágúst Gunnlaugsson: SAGA ÓLAFSVÍKUR. Fyrra
bindi fram um 1911. Akranesi 1987. 219 bls. Myndir, kort,
töflur, heimildaskrá.
Það er orðið algengt að sveitarfélög ráði sagnfræðinga eða aðra sögufróða
menn til að skrifa sögu sína. Aðallega eru það kaupstaðir og bæir sem sýna
slíkan stórhug. Tilefnið er gjarnan afmæli viðkomandi byggðar. Aukinn
áhugi á byggðarsögu og efldar rannsóknir á því sviði munu, ef vel er að verki
staðið, varpa nýju ljósi á sögu þjóðarinnar.
Árið 1984 réð bæjarráð Ólafsvíkurkaupstaðar Gísla Ágúst Gunnlaugsson
sagnfræðing til þess að skrifa sögu staðarins. Tilefnið var 300 ára verslunaraf-
mæli Ólafsvíkur 26. mars 1987. Nú hefur fyrri hluti verksins litið dagsins ljós
en til stendur að gefa út annað bindi sem fjalla á mest um tuttugustu öldina.
Þetta kemur fram í aðfaraorðum bókarinnar. Þetta fyrra bindi fjallar um sögu
Ólafsvíkur frá landnámi til 1911 og er langmest áhersla lögð á sögu nítjándu
aldar. Saga Ólafsvíkur markar tímamót í ritun á sögu Snæfellinga að því leyh
að hún er fyrsta verkið sem fjallar um sögu þéttbýlis á Snæfellsnesi fram a
þessa öld.
{ aðfaraorðum segir Gísli frá heimildum, tilhögun verksins og markmiði-
Hann leggur m.a. áherslu á að tengja byggðarsöguna sögu stærra svæðis eða
þjóðarsögunni og tekst það víða ágætlega. Um viðfangsefni sitt segir hann
m.a.:
Einhverjum kann að þykja að sums staðar í þeirri sögu sem hér fer a
eftir séu meiri eyður en æskilegt væri. Á þetta einkum við um sögu
18. aldar. Á hinn bóginn ber þess að gæta að það er ekki markmið
sagnfræðirits að rekja heimildir holt og bolt, heldur þvert á móti að
svara mikilvægum spurningum um tiltekið rannsóknarefni á grund-
velli þeirra heimilda sem fyrir hendi eru. Það er þannig ekki markmio
þessa rits að rekja allar varðveittar heimildir um sögu Ólafsvíkur,
hversu smásmugulegar sem þær kunna að vera, heldur að kryfja n
mergjar þróun mannlífs, sveitarstjómar og atvinnuhátta í þorpinu a
tilteknu tímabili. (11)