Saga - 1988, Page 234
232
RITFREGNIR
árinu 1663, er varðveitt en Ólafsvík er ekki meðal jarða sem kóngi voru þar
ánafnaðar.1 Það bendir ekkert til annars en að kóngurinn hafi átt jörðina
óslitið frá siðaskiptum, hún var t.d. skráð Stapaumboðsjörð 1637 og 1681.2
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns yfir Neshrepp var skráð árið
1711. Gísli segir að hún sé gerð 1709 (bls. 20-21) og eru það hvimleið mistök
þótt ekki skeiki nema tveimur árum vegna hugsanlegra athugana á áhrifum
bólunnar sem gekk á svæðinu 1707-8. Jarðabókiti er ítarleg og merkileg heim-
ild og kemst enginn sem fjallar um byggðarsögu 18. aldar hjá því að gaum-
gæfa hana en ekki verður sagt að Gísli hafi gætt þess nægilega. Hann segir
m.a. um Ólafsvík og vísar til Jarðabókarinnar:
Út úr jörðinni voru byggðar fimm „grasnytjabúðir" og fimmtán
þurrabúðir (án grasnytjar) . . . 1709 var helmingur búðanna í eyði
vegna áhrifa bólunnar sem geisaði árin 1707 og 1708 og lagði að velli
u.þ.b. 20% landsmanna. (21)
Hið rétta er að átta búðir fóru í eyði í bólunni en tvær fóru í auðn fyrir bóluna
og ein árið 1711. Af grasbúðunum fimm fór einungis ein í eyði. Það voru þvi
fjórar grasbúðir í byggð í Ólafsvík árið 1711 og fimm þurrabúðir (sex fyrn
hluta árs).3 Grundvallarmunur var á þurrabúð og grasbúð. Jarðnæði fylgdi
þeim síðarnefndu og fóru þær síður í eyði. Hvorki hér né síðar gerir höfund-
ur skýra grein fyrir þessum mun.
Gísli segir, í tilvitnuninni hér að ofan, að 20% landsmanna hafi fallið í ból-
unni. Nærmun veraaðu.þ.b. þriðjungur landsmanna hafi fallið, a.m.k. ekki
minna en fjórðungur.4
í Jarðabókinni (V. bindi) er að finna sérstaka skrá yfir fjölda fólks á bæjum og
búðum milli Ennis og Höfða. Þar kemur fram að í Ólafsvík bjuggu árið 1711
65-69 manns. Þessar upplýsingar má telja fýsilegar til samanburðar við
manntalið 1703 og ályktunar um áhrif bólunnar á byggðina. Á sama stað i
Jarðábókinni er einnig að finna sérstaka skrá yfir báta í nokkrum verstöðvum
undir Jökli. Þar segir m.a. að tveir bátar hafi verið gerðir út í Ólafsvík,
sexæringur og fjögurramannafar um veturinn, en tveir minni bátar um
sumarið.5 Hvoruga heimildina notar Gísli. Hann vitnar hins vegar til
ummæla Eggerts og Bjarna, fimmtíu árum eftir bóluna, í ferðabók þeirra
þess efnis að útróðrar hafi lagst niður í Neshreppi um skeið eftir bóluna.
Auðvitað dró manndauðinn í bólunni úr sjósókn en samkvæmt áðurnefndu
bátatali Jarðabókarinnar var nokkur útgerð í Ólafsvík þrem til fjórum árum eft-
ir bóluna. Með þessar heimildir að vopni hefði Gísli getað dregið mun skýr-
1 Þ. í. Kansellískjöl, KA 2.
2 Þ. í. Suppl. II, 54 og Rtk. 2.1. Stríðshjálpin 1681.
3 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, V. bindi. Kaupmannahöfn 1931-33-
Ljósprentuð útgáfa 1982, 235-7.
4 Sbr. Jón Steffensen: „Bólusótt á íslandi." Menning og meinsemdir. Rvk 1975. Sjá bls-
295-304.
5 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, V. bindi. Kaupmannahöfn 1931-33-
Ljósprentuð útgáfa 1982, 385-7.