Saga - 1988, Page 240
238
RITFREGNIR
mönnum hér á landi. Landeigendur tryggðu sér áhafnir á skip sín með því
að leyfa búðsetu á jörðum sínum og skylduðu búðamenn til að róa hjá sér.
Umfjöllun um kvaðir og aðstæður búðamanna hlýtur að teljast forvitnileg ef
ekki nauðsynleg í sögu útgerðarpláss. Þegar Gísli vék að byggð í Ólafsvík
árið 1711 gat hann þess að á búðamönnum hvíldi róðrarkvöð. (21) Því miður
tekst hann ekki frekar á við þetta.
Gísli hefur í þessum þætti á reiðum höndum allgóðar upplýsingar un>
heildarbátaeign hreppsbúa og bátafjölda í allri sýslunni. Þar vantar þó tölur
um bátaeign á fyrri hluta 19. aldar. Öllu verra fyrir sögu Ólafsvíkur er að
höfundur virðist einungis hafa fundið heimildir um bátaeign í Ólafsvík fra
tveimur árum á 19. öld (sbr. bls. 144, 153). Gísli segir reyndar, samanber orð
hans hér að ofan, að heimildir séu sjaldan svo ítarlegar að finna megi báta-
eign einstakra bænda eða fjölda báta á jörð. Þetta á við um flestar heimildir-
En í búnaðarskýrslum, sem áður var minnst á, eru tilgreind nöfn jarða og
bænda, fjöldi kvikfjár, báta o. fl. Skýrslur þessar var farið að skrá 1787.
Hreppstjórar skyldu senda sýslumönnum skýrslur yfir hrepp sinn og svo
sendu sýslumenn heildarskrár yfir sýslur sínar áfram ofar eftir kerfinu.
Sýsluskýrslurnar hafa einungis heildartölur úr hverjum hreppi. Hér þarf þvi
að nota fyrstu gerð skýrslnanna, skýrslur hreppstjóranna. Þær eru misvel
gerðar og víða illa varðveittar. Allmargar skýrslur eru þó til úr Neshrepp1
innri í skjalasafni vesturamts og sýsluskjalasafni Snæfellsnessýslu. Til eru
skýrslur frá fyrstu árum og áratugum skýrslugerðarinnar, t.d. frá fyrstu
fimm árunum og mörgum árum 19. aldar. í sýsluskjalasafni eru t.d. vel varð-
veittar skýrslur frá 6., 7. og 8. áratug aldarinnar. Samkvæmt fyrstu skýrsl-
unni, árið 1787, hafði Jakob Plum kaupmaður á sínum snærum þrjá átt- eða
teinæringa og sex fjögurra til sexmannaför; auk hans gerðu fjórir aðrir út báta
það ár í Ólafsvík, hver með sitt fjögurra til sexmanna far.1 Enn má nefna að
árin 1790 og 1809 voru ellefu bátar i Ólafsvík.2 3 Árið 1819 hafði þeim svo fjölg'
að í 18. Þar voru þá fjórir átt-teinæringar og 14 fjögurra til sex manna för-
Þannig mætti halda áfram. Samkvæmt orðum Gísla virðist helst mega xtte
að hann hafi ekki vitað af þessum heimildum. Það má reyndar furðulegi
heita þar sem búnaðarskýrslur varðveittar í skjalasafni Snæfellsnessýslu eru
í heimildaskrá. Gísli birtir tvær töflur um bátaeign í Neshreppi innri. í ann’
arri þeirra, töflu 6.1, er ein villa, þar á að standa árið 1888 í stað 1889. Þetta
gæti verið prentvilla. Skýringin gæti líka verið sú að skýrslan sem er notuð er
undirrituð 1889 en sýnir bátafjölda ársins á undan.4 Að lokum má benda a a
í búnaðarskýrslunum er útgerð verslunarinnar oft aðgreind frá annarn
útgerð í Ólafsvík og má þannig draga fram hlut verslunarinnar sérstaklega-
í sjöunda kafla er fjallað stuttlega um landbúnað. Rannsókn Gísla á lanu
búnaði í Ólafsvík og Neshreppi innri geldur stórlega fyrir það að hann hefut
1 Þ. I. Vester-Amts Joumal, JO Fskj. nr. 242.
2 Þ. í. Vester-Amts Journal, JOFskj. nr. 1228. Vester-Amts Journal, J2Fskj. nr. 197-
3 Þ. í. Vester-Amts Journal, J3 Fskj. nr. 614.
4 Sbr. Þ. I. Snæf. XXI, 1. Ýmisleg skjöl. Skýrslur um þilskip og báta 1864-1889.