Saga - 1988, Síða 246
244
RITFREGNIR
Brekku í Fljótsdal, sem vitnað er til í bókinni (sjá bls. 41), kemur í ljós, sem
engan þarf að undra, að áhugi Jóns er fyrst og fremst af pólitískum toga.
Gagn það, sem Jón Sigurðsson telur sjálfstæðisbaráttu íslendinga geta haft af
kaþólsku trúboði í landinu, er að finna í þeim hugmyndum um þjóðlega
endurreisn, sem jafnframt skyldi fela í sér endurreisn kaþólskrar kristni, sem
Ólafur Gunnlaugsson setti fram í skýrslu sinni til trúboðsdeildar páfahirðar-
innar í Róm, Sacro Congregatio de Propaganda Fide, og sem höfundur þess rits,
sem hér er til umfjöllunar, hefur áður kynnt fyrir lesendum Sögu (sjá Sögu,
XIII. árg. 1975: bls. 227-39). 1 skýrslu þessari kemur fram, að Ólafur leit svo
á, að íslenska bændastéttin hefði frá fomu fari verið mjög sjálfstæð hvað
athafnir og afstöðu varðar. Þetta sjálfstæði vildi hann virkja til framgangs
fyrir kaþólskan skilning kristinnar trúar, sem þýtt hefði, að bændur hæfu
sjálfstæðisbaráttu gegn hinum opinbera átrúnaði ríkisins. Pað gefur auga
leið, að sjálfstæðisbarátta Jóns Sigurðssonar byggði að verulegu leyti á við-
líkri vitundarvakningu bændastéttarinnar, þó á öðm sviði væri. Hann hlaut
því að fylgjast með framgangi málsins af lifandi áhuga. Pólitískt raunsæi
hans bannaði honum þó að sjálfsögðu að sýna þennan áhuga opinberlega-
Til þess var kaþólsk kenning of framandi í augum Islendinga og réttarfarsleg
staða trúboðsins of veik og óljós.
Sú þjóðlega hugmyndafræði að baki trúboðsins, sem gætti hjá Ólafi Gunn-
laugsson, tengdi það einnig á áhugaverðan hátt við þá þýðingarmiklu menn-
ingarstarfsemi, sem Bókmenntafélagið stóð fyrir, meðal annars með rann-
sóknum og útgáfu íslenskra fornrita. Forsvarsmenn trúboðsins bentu á þa
augljósu staðreynd, að mikill hluti þeirrar menningararfleifðar, sem hin
fornu, íslensku handrit höfðu að geyma, væri í raun kaþólskar, kirkjulegar
bókmenntir. Þeir létu heldur ekki við þær ábendingar sitja, heídur réðust i
útgáfustarfsemi á þessu sviði og gáfu árið 1858 út Lilju, Maríukvæði Eysteins
munks Ásgrímssonar, á íslensku og latínu i þýðingu Benedikts Gröndals.
í stormasömum samskiptum Gröndals og hins litríka forstöðumanns (Pre~
fekts) Norðurheimskautstrúboðsins Stephan Stephanovic Dzunkovskijs, sem
Gröndal kallaði Djúnka og bregður upp gamansamri mynd af í ævisögu
sinni, Dægradvöl, má síðan finna enn eitt spor kaþólska trúboðsins í íslenskn
bókmenntasögu.
Af þeim ástæðum, sem hér hafa verið taldar, er ekki vansalaust, að við-
fangsefni því, sem hér er til umræðu, hefur verið jafnlítill gaumur gefinn
innan íslenskrar sagnfræði og raun ber vitni og höfundur bendir á í inngangi
ritgerðar sinnar. Telur hann, að saga trúboðsins hafi fallið í skuggann af
umfjöllun um önnur mál, sem skutu upp kollinum samtímis og trúboðið
hljóp af stokkunum og nefnir þar fjárkláðann síðari sem dæmi. Er þá ótalið
stærsta tilefnið til að fjalla um viðfangsefnið, þar sem er staða þess innan
kirkjusögunnar. í því sambandi ber að gæta þess, að með trúboði þessu var
trúarlegri einingu íslensks samfélags í fyrsta skipti ógnað af „framandi" tru-
arkenningu í þau 300 ár, sem liðin voru frá siðbreytingunni. Þess ber þó ao
geta, sem stuttlega kemur fram í ritinu (sjá bls. 70), að samtímis gerði önnur
trúarhreyfing vart við sig hér á landi, þar sem var trúboð mormóna í Vest-