Saga - 1988, Page 247
RITFREGNIR
245
Tannaeyjum og víðar. Gagnstætt við trúboð kaþólskra manna leiddi
mormónatrúboðið ekki til varanlegrar hreyfingar í landinu, þar sem áhang-
endur þess fluttust vestur um haf og urðu þar með fyrstu vesturfaramir hér
á landi. Áframhald varð heldur ekki á trúboði úr þessari átt fyrr en rúmri öld
síðar, þegar það var tekið upp að nýju á áttunda áratug þessarar aldar.
Höfundur skipar efni sínu í þrjá höfuðþætti. í fyrsta þættinum gerir hann
grein fyrir viðfangsefni sínu og efnistökum og heimildum. Viðfangsefninu
lýsir hann svo, að hann vilji leita svara við spurningum: Hvers vegna var
hafið trúboð á íslandi um miðja 19. öld? Hvernig hugðust trúboðarnir snúa
Islendingum til kaþólskrar trúar, og bar trúboðið þann árangur, sem til var
®tlast? í inngangskaflanum dregur höfundur einnig upp bakgrunn fyrir
fiásögu þá, sem á eftir fer, með því að segja stuttlega frá kaþólsku kirkjunni
á meginlandi Evrópu og annars staðar á Norðurlöndum á 19. öld. Þá lýsir
hann einnig kristnihaldi og trúarlífi hér á landi á 19. öld í mjög stuttu máli.
I öðmm hluta ritsins segir frá stofnun Norðurheimskautstrúboðsins (Præfec-
tura Apostolica Poli Artici) um miðja 19. öld og tilraunum þeim, sem gerðar
voru til að hefja kaþólskt trúboð í nyrstu hlutum Noregs og Svíþjóðar. í
þessum hluta segir einnig frá bræðmnum Ólafi og Bertel Gunnlaugsson,
sem komu mjög við sögu trúboðsins hér á landi, sem og kynnum for-
svarsmanna trúboðsins, einkum fyrrnefnds Dzunkovskijs, af íslendingum
' Kaupmannahöfn, aðild þeirra að Bókmenntafélaginu og tilraunum til að
vekja áhuga og traust fslendinga á trúboðinu með afskiptum af islenskum
menningarmálum. í þriðja hlutanum, sem nær yfir röskan helming ritsins,
er síðan saga trúboðsins hér á landi rakin, allt frá því fyrstu sendimenn
kaþólsku kirkjunnar tóku land austur á Fáskrúðsfirði í maí árið 1857 og þar
bl sá prestur, sem lengst starfaði hér á landi að þessu sinni, Frakkinn ]ean-
Baptiste Baudoin (1831-75) yfirgaf landið fyrir fullt og allt árið 1875, farinn að
kröftum eftir tæplega 20 ára brautryðjandastarf hér á landi við erfiðustu
aðstæður.
Þessi fyrsti hluti sögu kaþólsku kirkjunnar hér á landi á síðari öldum átti
sér nálega allur stað á tímabili því, sem leið frá því íslendingar höfnuðu
dönsku stjórnarskránni frá 1849 á þjóðfundinum 1851 og þar til ný stjórnar-
skrá var sett í janúar 1874, sem tryggði trúfrelsi hér á landi. Af þessum sök-
uirt var um aðrar aðstæður að ræða hérlendis en í nágrannalöndunum. Árið
1845 hafði fylgjendum allra kristinna trúfélaga verið veitt trúfrelsi í Noregi.
llanska stjórnarskráin innleiddi trúfrelsi þar í landi 1849, og árið 1860 voru
*°ks svokölluð „dissentarlag" sett í Svíþjóð, en þau heinúluðu sænskum
Þegnum að ganga úr sænsku kirkjunni, ef þeir tilheyrðu öðrum viðurkennd-
um trúfélögum, þó með skertum borgaralegum réttindum. Hér á landi giltu
hins vegar aðeins undantekningarákvæði frá 1786, sem heimiluðu erlendum
mönnum, er taka vildu sér búsetu í kaupstöðum hér á landi, rétt til að stunda
trúarlíf sitt samkvæmt venjum eigin kirkjudeildar, ef í því fælist ekki, að
^ynt væri að vinna íslenska þegna til fylgis við aðrar kirkjur en hina
úthersku. Síðar (1836) var ákvæði þetta rýmkað, þannig að það náði til allra
°8giltra verslunarstaða. Ber fremur að líta á þessi ákvæði sem „atvinnupóh-