Saga - 1988, Qupperneq 248
246
RITFREGNIR
tíska" aðgerð til þess ætlaða að efla hina nýstofnuðu kaupstaði en að hér hafi
verið um eiginleg trúfrelsisákvæði að ræða.
Frásaga sú, sem rakin er á þessari bók, endurspeglar þann vanda, er þess-
ar aðstæður ollu öllum hlutaðeigendum. Kaþólsku trúboðunum þótti íslensk
löggjöf ekki samræmast þeim frjálsræðiskröfum, sem stöðugt áttu meira
fylgi að fagna í Evrópu og mótuðu löggjöf nágrannalandanna í vaxandi
mæli. Olli þetta því, að þeir reyndu eftir megni að stunda hér opið messu-
hald og trúboð, þrátt fyrir hæpinn lagalegan grundvöll. íslenskir kirkju-
menn, með biskupinn í broddi fylkingar, reyndu hins vegar að stemma stigu
við trúboðinu, jafnvel umfram það, sem ákvæði um takmarkað trúfrelsi í
kaupstöðunum virðast hafa heimilað (sjá bls. 96). Stiftamtmaður og dönsk
stjórnvöld reyndu hins vegar að fara bil beggja í ljósi þess, að þróun sú, sem
orðið hefði í öðrum hlutum ríkisins, þegar um trúfrelsisákvæði var að ræða,
hlyti einnig innan skamms að ná fram að ganga hér á landi. Sem eðlilegt er,
gefur höfundur einnig innsýn í umræður um trúfrelsi á alþingi árin 1863 og
1865, þó þær tengist kaþólska trúboðinu einungis með óbeinum hætti. Kem-
ur þar glögglega í ljós, hve framandi málefni þetta var í heimi íslenskra
stjórnmála og hve ómóttækilegir íslendingar voru enn sem komið var fyrir
þeim frjálsræðissjónarmiðum, sem komu fram í bænarskrám Þingeyinga um
trúfrelsi til handa íslenskum þegnum.
Hér skal ekki fjallað frekar um frásögu þá, sem Gunnar F. Guðmundsson
rekur í riti sínu, heldur skulu þeir, sem áhuga hafa á að kynna sér viðfangs-
efnið frekar, hvattir til að lesa skilmerkilega og liðlega ritaða bók hans. Skýr
kaflaskil og nákvæm nafnaskrá auðvelda lesanda að skapa sér heildaryfirsýn
og finna umfjöllun um einstaka menn. Atriðisorðaskrá hefði að sönnu líka
verið vel þegin, þar sem ritið er efnismikið, þó það sé ekki mikið að vöxtum-
Skal nú að lokum vikið að vinnubrögðum höfundarins.
í inngangi segir höfundur svo um efnistök sín, að vafalaust megi gera efni
ritsins skil á margvíslegan hátt, en honum hafi þótt frásagnaraðferð nokkurn
veginn í réttri tímaröð hæfa því best. Til að gera frásögu sína sem fyllsta hef-
ur höfundur aflað fanga með könnun á miklum fjölda prentaðra heimilda og
rita. Meiri athygli vekur þó umfangsmikil úrvinnsla úr óprentuðum heimild-
um, meðal annars úr skjalasafni kaþólska biskupsins í Reykjavík. Veldur
þetta því, að hann byggir á mun víðtækari heimildakönnun en verið hefur
fram að þessu, þegar um sögu kaþólsku kirkjunnar hér á landi á síðari öldum
er að ræða. Bætir rit hans því miklu við þá vitneskju, sem við höfðum áður
greiðan aðgang að. Þá vísar hann vandlega til heimilda sinna. Að þessu leyh
eru vinnubrögðin alls lofs verð.
Mat höfundar á æskilegri rannsóknaraðferð orkar á hinn bóginn meira tvi-
mælis. Val hans á efnismeðferð veldur því, að hann rekur aðeins atburðaras
fyrsta kaflans í þeirri sögu, sem leiddi til þess, að kaþólska kirkjan náði að
nýju fótfestu hér á landi eftir rúmlega 300 ára útlegð. Vissulega er þetta
spennandi framvinda fyrir þann, sem áhuga hefur á þessu afmarkaða við-
fangsefni. Aðferðin kemur hins vegar í veg fyrir, að höfundur setji viðfangS'
efni sitt í það breiða sögulega samhengi sem vert væri. Þau atriði, sem ef tu