Saga - 1988, Side 249
RITFREGNIR
247
v skipta hvað mestu máli í þróuninni, fá því minna áberandi stöðu en góðu
ófi gegnir. Þannig gerir höfundur ekki nægilega skýra grein fyrir því, að í
atburöarás þeirri, sem hann rekur, mætum við fyrstu merkjum þess, að trú-
sríeg eining samfélagsins mundi brátt leysast upp og að í henni sé að finna
yrsta vísinn að þeirri trúarlegu fjölhyggju, sem einkennir samfélag nútím-
^ns í ríkum mæli. Þetta er mikill skaði, þegar þess er gætt, hve víðtæku
ólagslegu og menningarlegu hlutverki trú og kirkja gegndu allt fram yfir síð-
ustu aldamót. Gildi ritsins hefði aukist til mikilla muna, hefði höfundurinn
u ki einskorðað sig við þá lýsandi frásagnaraðferð, sem hann hefur valið,
eldur beitt meira sundurgreinandi (analytískri) aðferð og einnig spurt þeirr-
ar félagssögulegu spurningar hvað gerðist, þegar íslenska bændasamfélagið,
sem einkenndist af trúarlegri einingu á grundvelli evangelísk-lútherskrar
Játningar, varð fyrir áreitni annarra kirkjudeilda.
Sá veikleiki, sem hér um ræðir, kemur ljóslega fram í kaflanum „Ritdeil-
Ur' (bls. 99-107), þar sem deilur kaþólsku prestanna við íslendinga eru að-
uins taldar upp en ekki gerð nægileg grein fyrir, hvað það var, sem til dæmis
igurður Melsteð taldi helst greina kaþólsku kirkjuna frá hinni lúthersku og
gagnrýndi hana þar með fyrir. Andstaða íslenskra kirkjumanna gegn trú-
oðinu var ekki aðeins formlegs eðlis, þar sem það skorti Iagalegan
grundvöll, heldur var einnig um guðfræðilega andstöðu að ræða. Forvitni-
legt hefði líka verið að fá fyllri umfjöllun um þá þverkirkjulegu (ekumenísku)
afstöðu, sem þrátt fyrir allt gætti hjá nokkrum íslenskum prestum á
umræddu tímaskeiði, ef maður leyfir sér þá tímaskekkju að nota það hugtak
1 þessu sambandi (sjá bls. 82 og 104).
Eins og að framan greinir er rit það, sem hér er til umfjöllunar, yfirleitt hið
®silegasta og frágangur allur með ágætum. Hér mætti þó benda á nokkrar
®maerri veilur. Á nokkrum stöðum gætir áberandi brotalama í textanum, sem
ofundur markar vissulega með áberandi hætti, en þjóna ekki augljósum til-
gangi (Sjá t.d. bls. 21 og 53). Það kemur einnig spánskt fyrir sjónir, að þegar
Peir bræður Bertel og Ólafur Gunnlaugsson eru kynntir, er fyrst sagt frá
ertel, þó Ólafur hafi fyrr komið við sögu og gegndi mikilvægara hlutverki.
^ki kemur heldur nægilega skýrt fram hvenær og hvernig þeir bræður kom-
ust undir áhrif kaþólsku kirkjunnar. Þá má benda á, að þörf hefði verið á að
fjalla
um mismunandi trúfrelsishugtök, sem gætt hefur í aldanna rás, svo
olíkan skilning, sem menn hafa haft í því efni og svo miklu máli sem það
skiptir í þeirri þróun, sem hér um ræðir. Þessi brestur verður hvað mest
jmerandi í fyrsta hluta bókarinnar, sem gerir grein fyrir breytilegri stöðu
aþólsku kirkjunnar í Evrópu eftir siðbreytinguna. Flókið mál virðist einnig
gert full einfalt, þegar veik staða kirkjunnar kringum 1848 er skýrð með vax-
andi efahyggju og trúleysi (sjá bls. 10). Hér er um miklu fjölþættari félags-
ega, menningarlega og pólitíska þróun að ræða en svo, að hún verði skýrð
f þeunan guðfræðilega eða trúarlega hátt. Hér gætir einfaldlega upphafs
Þeirrar fjölþættu þróunar, sem almennt er nefnd sekularisering, og Iagt hefur
8runninn að algerlega nýju sambandi trúarlegra stofnana og samfélags mið-
við það, sem áður var. Vegna tengsla sekulariseringar og fjölhyggju í trú-