Saga - 1988, Side 250
248
RITFREGNIR
arefnum hefði nokkur umfjöllun um þessi hugtök verið æskileg í bók, sem
fjallar um fyrstu skrefin í átt til trúarlegrar fjölhyggju hér á landi. Að endingu
skal á það bent, að tveir helstu trúboðar kaþólsku kirkjunnar hér á landi á
umræddu skeiði, Frakkinn Bernard Bernard (1821-95) og fyrrnefndur landi
hans Baudoin, fá fyrirvaralaust íslensk nöfn, er þeir stíga hér á land og kall-
ast eftir það Bemharður og Baldvin. Spurning er, hvort hér sé ekki um mál-
vöndunarstefnu á villigötum að ræða. í öllu falli er vafasamt að hún sam-
ræmist þeirri virðingu, sem við íslendingar krefjumst jafnan að íslenskum
nafngiftarreglum og mannanöfnum sé sýnd, jafnvel í textum á erlendum
málum. Er það umhugsunarefni, sem vissulega snertir ekki einungis það rit,
sem hér er til umsagnar.
Þrátt fyrir þá annmarka, sem hér hefur verið bent á, er tvímælalaust mikill
fengur að riti Gunnars F. Guðmundssonar um endurkomu kaþólsku kirkj-
unnar út hingað. Væri óskandi, að höfundur sæi sér fært að halda áfram rit-
un þeirrar sögu, en hún skiptir verulegu máli ekki aðeins fyrir íslenska
kirkjusögu heldur einnig íslenska hugmynda- og menningarsögu í víðum
skilningi.
Hjalti Hugason
Christopher Headington: SAGA VESTRÆNNAR TÓN-
LISTAR. Jón Ásgeirsson þýddi. Isafold. Reykjavík 1987.
463 bls. Skrár, myndir og nótnadæmi.
Fátt hefur verið ritað í samfelldu íslensku máli um almenna tóniistarsögu-
Skortur á slíku lesefni hefur verið mjög bagalegur, ekki síst fyrir tónlistar-
nemendur og aðra þá sem þurfa eða vilja hafa nokkra heildarsýn yfir þróun
þessarar listgreinar á okkar menningarsvæði. Aðeins tvær eldri bækur koma
þar verulega til álita: Saga tónlistarinnar í frumdráttum eftir Sigrid Rasmussen,
sem Hallgrímur Helgason þýddi (Gígjan, Rvík 1946) og Tónlistarsaga, ágrip/
eftir Pál Kr. Pálsson (Hafnarf. 1983). Fyrri bókin er þýdd beint af augum eí
svo má segja, án viðmiðunar við íslenska sögu eða viðhorf, og hlýtur það að
teljast ókostur. Hin síðari ber líka mörg merki þýðingar, og staðreyndatal ur
íslenskri tónlistarsögu (ekki að öllu áreiðanlegt) bætir þar lítið um.
Sú bók sem hér um ræðir er miklu meira og samfelldara rit en hinar fyrf'
nefndu og höfundur hennar og þýðandi hafa sýnilega ætlað sér allmikinn hlut.
Textinn er mikill að vöxtum, óþarflega margorður stundum um smáatriði sem
litlu skipta heildina, en aðalatriðum hættir til að týnast í orðaflaumnum. Fram-
setningin er ekki alltaf ljós og ósjaldan orkar orðalag tvímælis.
Eins og oft gerist í ritdómum verður hér tínt til sitthvað sem athugavert
þykir, og ef til vill ekki alltaf það sem mikilsverðast er. En þótt aðfinnsluatriði
kunni að þykja léttvæg hvert fyrir sig, eru það þó slíkir gallar, þegar margir
koma saman, sem skipta sköpum um gildi og trúverðugleik rits af þessu tagi-
Sumstaðar er lesandinn skilinn eftir í lausu lofti ef svo má segja, drepið á
hugtök sem eru látin óskýrð. Nefnd er t.d. „isóritmisk útfærsla, aðferð sem á
rætur að rekja til eldri útfærslu hrynstefja" (bls. 69) og talað um „hrynbundn-