Saga - 1988, Qupperneq 251
RITFREGNIR
249
ðr tónhendingar (ísóritmiskar)" (bls. 70), en engin nánari grein er gerð fvrir
hvað í orðinu felst. 6 t> y
//í „tóniska sol-fa" kerfinu . . . eru nótumar ekki nefndar bókstafsnöfnum,
eldur samkvæmt stöðu sinni í tónstiganum. Þrír fyrstu tónarnir í dúrtón-
stiganum em því alltaf nefndir do, re og mí" (bls. 41). Til áréttingar þessu er
þnprentað versið fræga, eignað Guido frá Arezzo, sem hefst svo: Ut queant
axis resonare fibris mira gestomm /amuli tuorum, . . . o.s.frv., og lagið við
það birt með þrennskonar nótnagerð og taktskipan. En ekki er erindið þýtt
°g engin grein er fyrir því gerð, hvernig eða hvers vegna ut breyttist í do.
Sumt annað sem hér segir um fræði Guidos (bls. 38 og áfr.) er ónákvæmt
orðað og jafnvel villandi, eins og þegar tónstigarnir Modus II (a-a1) og Modus
^11 (g-g1) em bomir saman án þess að getið sé þess gmndvallarmunar að
fyrrnefndi tónstiginn er „afleiddur" (plagal) og frumtónninn (finalis) liggur
Þar á tónsviðinu miðju.
Lofsvert er þegar reynt er að tengja tónlistarsöguna öðmm hræringum í
mannlífi liðinna alda, og þó líklega ofætlun nema um enn stærri bók væri að
r*ða. Slík tilraun (á bls. 67-68) til að gera grein fyrir þeirri mannlífsólgu sem
gat af sér m.a. tónlist endurreisnartímans verður að teljast góðra gjalda verð,
Þótt mjög sé hún yfirborðsleg.
Shmdum leiða slíkar vangaveltur höfundinn í ógöngur og enda í lítt
‘yiljanlegum staðhæfingum á borð við þessar (á bls. 111) í kafla sem ber yfir-
skriftina „Hugmyndafræði endurreisnar":
Fyrir fólk endurreisnarinnar var einstaklingsbundin tjáning það sem
skipti máli og því átti hinn ókunni listamaður miðalda sér hvergi vísa
vist í nýjum heimi. Á tímum endurreisnarinnar komu því fram ein-
staklingar sem sköruðu fram úr. Svo virðist sem á þessu sviði hafi
tónlistarmenn dregist aftur úr, þó fullmikið sé stundum sagt með
slíkri staðhæfingu. Hvað sem því líður . . .
° s.frv. Mjög víða í bókinni er látið vaða á súðum með svipuðum hætti.
} sagnfræðiriti þarf að vanda framsetningu og orðaval, að minnsta kosti
nóS til þess að frásögnin fái ekki á sig blæ slúðursagna. Óviðfelldinn er frá-
Sagnarháttur af þessu tagi (bls. 202): „íim það leyti sem Haydn fór fyrri ferð
Slna til Lundúna, gerði hann stuttan stans í Bonn og mun Beethoven hafa
ekið þátt í að skemmta honum. Þegar hann kom þar við á heimleið, mun það
afa orðið að samkomulagi að Haydn tæki Beethoven í tíma" (leturbreyting
j*110- J.Þ.). Það sem hér um ræðir hefur verið talið til staðreynda, að minnsta
0sti 1 aðalatriðum, og fyrirvaramir því varla nauðsynlegir.
Meiri þörf hefði verið á þeim þar sem rætt er um Gregorssöng (bls. 33-34),
eri sá kafli hefst á svofelldri staðhæfingu: „Gregor mikli vann merkilegt starf
^110^ skipulagningu kirkjutónlistar er markaði henni ákveðið hlutverk í
jjressugjörðinni." Þótt þessu hafi lengi verið trúað hafa rökin fyrir því jafnan
P°ft veik, og á síðari tímum hefur þessari kenningu verið hafnað alfarið af
yrrisuni fræðimönnum. Landi bókarhöfundar og miklu kunnari fræðimaður,
crc,ld Abraham, heldur því t.d. blákalt fram að Karl mikli, keisari hins heilaga
r°rnverska ríkis frá árinu 800 til dauðadags 814, hafi haft ötula forystu um að
air>ræma rómverska kirkjusönginn, en tónlistarráðunautar hans hafi, með