Saga - 1988, Síða 252
250
RITFREGNIR
litlum eða engum rökum, skírskotað til nafns og heimilda Gregors mikla sem
uppi hafði verið tveimur öldum fyrr.1
Mjög hæpið er orðalagið „ . . . þegar gríska leikgerðin var endurvakin á
tímum endurreisnarinnar . . ." (bls. 21). Réttara hefði verið að hafa á þessu
þann fyrirvara, að reynt hafi verið eða menn hafi talið sig vera að endurvekja
gríska dramað. Eins og fram kemur í textanum sjálfum var þekking endur-
reisnarmanna á fornri leikmennt Grikkja ónóg, viðleitni þeirra byggðist á
röngum forsendum, og gat því ekki verið um neina raunverulega „endur-
vakningu" að ræða.
Sumar staðhæfingar bókarhöfundar eru þess eðlis að lesandann rekur í
rogastans. T.d. (á bls. 205): „Hægi þátturinn í f-moll sónötunni (eftir Beet-
hoven) er greinilega saminn undir áhrifum frá Mozart. Vissulega gæti hann
verið eftir Mozart, því Beethoven sem var ungur og atorkusamur hafði ekki
enn tekist að gæða rithátt sinn þeirri blíðu og ljóðrænu sem vænta má í hæg-
um þætti sónötu." Hvað merkir þetta eiginlega? Er verið að segja að Mozart
hafi skort þá „blíðu og ljóðrænu sem vænta má í hægum þætti sónötu"? Var
hann kannski of „atorkusamur"? Eða er hér ýjað að því „getuleysi (Beet-
hovens) í listrænni sköpun" sem um ræðir á bls. 225?
Svipaða undrun vekja ummæli sem höfð eru eftir Sir Donald Tovey og
útlegging bókarhöfundar á þeim (bls. 217). Sir Donald „lýsti lokaþættinum i
sjöundu sinfóníunni (eftir Beethoven) sem „ofsalegri svallhátíð, er ekki verð-
ur lýst í tónum"." Ekki veit ég hvort „tónum" kann að vera misprentun eða
misritun fyrir t.d. „orðum", en áfram er haldið orðrétt: „Pessi tilvitnun er
nærri jafnoft misskilin og til hennar er vitnað, því ekki er átt við trylling en
„ofsi" merkir hér „innblásinn æsing, sem getur gripið hvern sem er"." Pað er
kannske vorkunn þótt þetta liggi ekki öllum í augum uppi!
Það mun vera Ijóst af því sem þegar er sagt að þessi ritdómari er ekki
ánægður með valið á því riti sem hér hefur verið lagt mikið í að snúa a
íslensku og gefa út. Þýðingin er að sínu leyti þrekvirki þegar litið er til þeSS
aragrúa af orðum og hugtökum í tengslum við tónlist sem enga hefð'
bundna samsvörun á sér í íslensku máli. Margan slíkan vanda hefur Jón
Ásgeirsson leyst af hagleik og hugkvæmni, en stundum kemur í hugann að
eftir hafi verið síðasta yfirferð textans til að samræma hann og fínpússa-
Á einni blaðsíðu (23) koma t.d. fyrir nöfnin Marcus Aurelius, Seneca, Neró,
Síseró, öll skrifuð eins og hér er sýnt og fer lítið fyrir samræminu. Orðið
passacaglia kemur fyrir á bls. 99, en á bls. 155 nefnist sama fyrirbæri passa-
kalía. Mætti svo lengi telja.
Við sem eitthvað að ráði höfum ritað um tónlistarefni á íslensku eigum lík-
1 New Oxford Companion to Music. Oxford Univ. Press, Oxford, New York 1984,1., bls-
859. í grein undir uppsláttarorðinu History of Music er m.a. talað um „ . . • Charle-
magne's determined drive to establish uniform adoption of the Roman chants - f°r
which his musical advisers, with little or no foundahon, invoked the name and aut-
hority of Gregory the Great who had lived two centuries earlier." - David Hiley kemst
að áþekkri niðurstöðu í greininni Plainchant (New Oxf. Comp., II., bls. 1448).