Saga - 1988, Side 253
RITFREGNIR
251
lega flest sammerkt um það að hafa komið okkur upp orðtökum eða mál-
kækjum sem okkur hættir til að ofnota. Meðal þeirra orða sem Jón Ásgeirs-
son hefur dálæti á er „ferli" sem hjá honum kemur fyrir í ýmsum samsetn-
Ingum, sbr. „fjölferlissamspil raddanna" (bls. 157). Annað er orðið „gerð".
Á einni blaðsíðu (156) er þetta að finna: „Það hafa verið gerðar tilraunir til
að flokka fúgurnar í mismunandi gerðir ... ", „Til dæmis um fjölbreytileika
1 gerð verkanna ... ", haft er eftir „frægum fræðimanni að það sem skipti
máli í fúgugerð væri „gerðin en ekki stefnan"," og fúgan er sögð andstæða
sónötunnar „ . . . sem kalla mætti frásagnarlegri í gerð". Og á næstu síðu
er vikið að „lútherskum sálmalögum, alvarlegum og sönnum í einfaldri
gerð sinni ..."
Um nýyrðasmíð og upptöku og aðlögun erlendra orða í íslensku má lengi
deila og verður ekki farið út í þá sálma hér. Sumt hefur vel tekist í þessari
bók, annað miður. Það kann að vera sérviska einber, en ekki felli ég mig alls-
kostar við kvenkyns nafnorðið „barokk" sem hér er látið merkja barokktíma-
bilið eða jafnvel tónlist í barokkstíl, - einkum þegar orðið er komið í þágufall
með ákveðnum greini: „Barokkinni lýkur ..." (bls. 163).
Sá sem þetta skrifar hefur ekki haft aðstöðu til að bera meginmál þýðing-
arinnar saman við frumtexta, en treystir því að hún sé í höfuðatriðum rétt.
Eina afleita undantekningu hef ég þó rekist á. Vitnað er (á bls. 228) í þann
nrikla doðrant Music in Western Civilisation eftir Paul Henry Lang (New York,
1941), bls. 809, og íslenskað þannig: „Rómantísk sjálfsmynd er óumbreytan-
le8 í gerð sinni, því það er óþrotleg hvötin sem er drifkraftur hennar". Þessi
setning fannst mér fela í sér mótsögn og fletti því upp í Lang sem hefur fylgt
nter meira en fjóra áratugi síðan á skólaárum mínum í Bandaríkjunum. Þar
segir: „The romantic ego is eternally in formation, for it is the endless striving
itself which is its soul." Hér lætur nærri að merking hafi snúist við.1
Þýðandi getur þess í eftirmála sínum að hann hafi gert sér far um að fylgja
frumtextanum að öllu leyti, ekki reynt að bæta þar við er á vantaði að hans
mati eða koma að skoðunum sínum. Þessi hógværð er virðingarverð, en fyrir
Eragðið fá ýmis atriði sögunnar áherslur sem íslenskum lesendum eru fram-
andi og sumar tilvísanir verða lítt skiljanlegar. Hugsanlegt hefði verið að
hnika þar einhverju til með góðu samþykki réttra aðila, án þess að einka-
skoðanir þýðanda hefðu þurft að verða ágengar um of. í frumgerð bókarinn-
ar er að sjálfsögðu lögð rækt við sögu og þróun tónlistar í Bretlandi sérstak-
ega. í slíku samhengi kemur við sögu án þess að teljandi grein sé fyrir þeim
8erð fjöldi höfunda og tónsmíða sem flestir lesendur íslensku þýðingarinnar
kunna lítil skil á. Tilvitnanir í texta eða (óþýdda) titla laga (t.d. á bls. 106 og
^O?) eru lítils virði, og einkennilegt er að vitna til „ensku sálmabókarinnar"
(hls. 28) og vísa þar til tiltekinna sálmanúmera í stað þess að leita í íslenskri
Salrnasöngsbók eða þjóðlagasafni hliðstæðra dæma.
Það virðist jaðra við hégómaskap að nota á íslensku enskan rithátt á nafni
1 Réttari þýðing væri: Rómantísk sjálfsmynd er eilíflega x mótun (eða sífelldum
hreytingum háð), enda er það baráttan (viðleitnin) sjálf sem er (innsta) eðli hennar.