Saga - 1988, Blaðsíða 256
254
RITFREGNIR
Wawn) the duck leaves her nest for a short time in going out for food, she
completely conceals her eggs under a covering of the down.")
Munurinn á útgáfum Wawns og Steindórs er fyrst og fremst sá, að enska
útgáfan birtir nánast allt handrit Hollands og er viðameiri og ýtarlegri.
Steindór sleppir öllum viðaukum Hollands en hann taldi „efni þeirra mestallt
að finna í Ferðabókinni og öðrum aðgengilegum heimildum", eins og hann
kemst að orði í formálanum að útgáfu sinni. Einnig sniðgengur Steindór
langflestar athugasemdir (eins konar neðanmálsgreinar) Hollands, þar sem
hann telur „lítið á þeim að græða" (bls. 21). í útgáfu Wawns er þetta efni nán-
ast allt haft með (bls. xii), enda hefur Wawn sett sér það mark að fylgja hand-
riti Hollands eins nákvæmlega og hægt er. Er textinn því orðréttur og staf-
réttur og nánast engar breytingar gerðar á sjálfu handriti Hollands. Jafnframt
er gerð grein fyrir útstrikunum læknisins, og jafnvel hvaða síður í handritinu
eru auðar. Hef ég gert nokkurn samanburð á handriti og útgáfu Wawns, og
mér sýnist, að þótt prentvillupúkinn finnist í enskum prentsmiðjum ekki
síður en þeim íslensku, þá megi í öllum meginatriðum nota útgáfu Wawns í
stað handritsins. Svo vönduð er hún. Á hinn bóginn fylgir því sá galli þegar
þessi háttur er valinn, þ.e.a.s. að hafa textann stafréttan án leiðréttinga og
ógemingur að skella inn sic alls staðar þar sem það á við, að það getur verið
erfitt fyrir lesandann að átta sig á því hvort viss atriði séu prentvilla, eðlileg
ensk stafsetning frá fyrri hluta 19. aldar eða bara stafsetningarvilla Hollands!
Sem dæmi má nefna, að stiftamtmaðurinn Trampe greifi er ýmist nefndur
Trampe, Trompe eða Count T. á sömu síðu (bls. 87) og Reykjavík er ýmist
stafsett Reikaviik eða Reikiavik (t.d. á bls. 88).
Inngangur Wawns er afar fróðlegur og liggur mikil fræðimennska að baki,
eins og heimildaskráin ber vitni um. Hefur hann ekki eingöngu stuðst við
fjöldann allan af eftirheimildum, heldur byggir hann rannsókn sína á frum-
heimildum úr einum fjórtán skjalasöfnum víðs vegar í Evrópu og Bandaríkj-
unum. Áhersla Wawns er á bókmenntafræði með sagnfræðilegu ívafi. í inn-
gangskaflanum er fyrst að nefna athyglisverða umfjöllun um samskipti Bret-
lands og íslands á árunum 1400-1800, einkum frá bókmenntalegu sjónar-
miði. Síðan tekur við æviágrip Henry Hollands þar sem Wawn bendir á, að
John Stanley, sem heimsótti ísland árið 1789, hafi verið sveitungi Hollands og
vinur föður hans. Wawn telur einkum hafa verið þrjár ástæður fyrir ferð Hol-
Iands til Islands: (i) áhugi hans á jarðfræði, (ii) löngun hans til að kanna sjúk-
dóma á íslandi (einkum kúabólu) í tengslum við prófritgerð sína og (iii)
áhugi hans á íslenskri menningu og bókmenntum. Næst kemur stutt en
gagnlegt sögulegt yfirlit yfir árin 1809 og 1810. Inngangnum lýkur með kafla
um dagbókina sjálfa og ritun hennar. Gerir Wawn greinargóðan samanburð
í fyrsta lagi á þeim útgáfum ferðabókar Mackenzies, sem komu út árin 1811
og 1812, eins og fyrr segir. í öðru lagi gerir hann samanburð á frásögnum
Mackenzies og Hollands, bæði hvað snertir efnisval og stíl. Steindór segn"
réttilega að dagbók Hollands og ferðabók Mackenzies séu „mjög skyldar efn-
islega . . . og sums staðar hefir Mackenzie tekið nær óbreytt orðalag
Hollands . . ." (bls. 17). Wawn er fyllilega sammála þessu og telur reyndar
að hlutdeild Hollands í bók Mackenzies hafi ekki verið metin til fullnustu.