Saga - 1988, Page 257
RITFREGNIR
255
Fer enski bókmenntafræðingurinn ekki í launkofa með það, að hann telur
Holland mun betri rithöfund og stílista en Mackenzie. Er hann að þessu leyti
raunar sammála Holland sjálfum, sem hafði þungar áhyggjur af rithæfileik-
um skoska barónsins. Efnisvalið og áherslur í bókunum tveimur eru þó
nokkuð mismunandi, sem eðlilegt er. Mackenzie er t.a.m. með fyllri lýsingu
á Reykjavík en Holland. Læknirinn er hins vegar oft nákvæmari í lýsingum
°g hann getur leyft sér að vera berorður, enda er um dagbók hans að ræða en
ekki rit til prentunar. Gott dæmi um þetta er lýsing hans á Magnúsi Step-
hensen sem hann telur „as ridiculously vain and insignificantly great as
ever" (bls. 223). Slík ummæli gat Mackenzie auðvitað ekki leyft sér að birta
árið 1811 um æðsta innfædda embættismann íslendinga, eftir að hafa notið
gestrisni hans og aðstoðar. Þess má geta til gamans, að þótt Magnús hafi vart
komist í dagbók Hollands hefndi hann sín ómeðvitandi á honum fyrirfram,
er hann lýsti ritgerð Hollands um íslenska sjúkdóma „andlega volað vesæld-
arrit" í Klausturpóstinum í janúar 1819 (bls. 83). Þá má nefna að Mackenzie
ræðir í ferðabók sinni hversu æskilegt það væri fyrir bresku ríkisstjórnina að
ísland yrði innlimað í Bretaveldi (en hann hafði mikinn áhuga á að verða
landstjóri á íslandi). Holland er hins vegar ekki með neinar slíkar bollalegg-
'ngar í dagbók sinni. Má af þessu vera ljóst, að sagnfræðingurinn getur haft
gagn af báðum ritunum. Sem sagnfræðileg heimild hlýtur þó frásögn Hol-
lands af íslandsferðinni að hafa vinninginn. Hún er frumheimild, samin jafn-
óðum af greindum og velmenntuðum fræðimanni, og segir á fróðlegan og
trúverðugan hátt frá ferðalaginu, samskiptum við fslendinga og þjóðháttum
°g þjóðlífi hér á landi. T.a.m. koma áhrif Napóleonsstyrjalda á lífskjör og
efnahag almennings ljóslega fram í dagbókinni.
Margt nýtt kemur fram í innganginum. Sem dæmi má nefna að Wawn hef-
Ur grafið upp þann forvitnilega fróðleiksmola, að eftir Islandsferð sína hafi
Mackenzie samið leikrit, sem bar heitið Helga, or the Rival Minstrels, byggt á
Gunnlaugssögu ormstungu. Var það frumsýnt þann 22. janúar 1812 í Theatre
Royal í Edinborg. Vakti það mikla kátínu áhorfenda og þótti afspymu lélegt.
Hrðu sýningar ekki fleiri og var ferill Mackenzies sem leikritaskálds því
skammvinnur (bls. 58). Hefur Wawn skrifað grein um þetta í Scandinavicu
(1982). Fer ekki á milli mála að inngangur Wawns er hinn prýðilegasti og að
honum er mikill fengur.
Wawn hefur lagt gífurlega vinnu í útskýringar sínar á textanum. Þar er
farið inn á svið ýmissa fræðigreina svo sem jarðfræði, landafræði, dýrafræði,
sagnfræði, að ógleymdri bókmenntafræðinni. Getur hann ekki alltaf heim-
ilda í neðanmálsgreinunum, og tel ég það galla. Styðst hann t.d. talsvert við
utgáfu Steindórs í þessum textaskýringum, þótt hann sé ekki oft nefndur á
nafn. Varðandi textaskýringar Wawns hef ég valið þann kost að athuga að-
e>ns sagnfræðileg atriði, enda ekki dómbær á annað.
Fyrst er að nefna, að Wawn hefur leitast við að segja deili á öllum þeim
mönnum sem verða á vegi Hollands. Hér nýtur hann drjúgrar leiðsagnar
Steindórs, sem tókst að nafngreina flesta, og gaf upp nauðsynlegustu upplýs-
'ngar svo sem fæðingarár og dánarár. Gerir Wawn slíkt hið sama en bætir um
hetur og fá nú allir neðanmálsgrein hvort sem borin eru kennsl á þá (eins og