Saga - 1988, Page 258
256
RITFREGNIR
t.d. Vigdís Sigurðardóttir (bls. 173) og bóndinn á Kolbeinsstöðum (bls. 174))
eða ekki, og stendur þá einungis unidentified. Er því ljóst, að Wawn hefur
reynt að bera kennsl á hvern og einn og tekst þarmeð að leiðrétta Steindór á
stöku stað (t.d. lést Markús Magnússon prestur í Görðum árið 1825 en ekki
1821 (bls. 116), Steinunn Helgadóttir lést 1857 en ekki 1837 (bls. 96), og ná-
kvæmara er að segja að Margrét nokkur Pálsdóttir hafi verið fædd ca. 1780 en
ekki árið 1780 (bls. 179; sbr. íslenskar æviskrár). Vitaskuld getur hér verið um
að ræða prentvillur í útgáfu Steindórs, þar sem munar aðeins einum tölustaf.
Hins vegar kom minningarritið um Sigríði Stephensen út í Leirárgörðum
árið 1810, eins og Wawn hefur réttilega komist að (bls. 143), en ekki 1806 eins
og stendur hjá Steindóri (bls. 112).
Af þessu má ráða að vinnubrögð enska bókmenntafræðingsins eru afar
vönduð og nákvæm, en stundum er hann að mínu mati óþarflega varkár.
T.d. þegar Holland minnist á son Magnúsar Stephensens (bls. 98) ritar
Wawn til skýringar „perhaps Ólafur Magnússon Stephensen". Hér hlýtur
hins vegar að vera óhætt að slá því föstu að sá hafi pilturinn verið, þar sem
Magnús átti aðeins þennan eina son. Reyndar talar Holland sjálfur um tvo
syni Magnúsar (bls. 156) og er það væntanlega það sem hefur haft áhrif a
Wawn, sem segir neðanmáls: „There seems only to have been one son . . . "•
Á því hafði Steindór hins vegar vakið athygli og það er fullyrt í þeim
heimildum öðrum, sem Wawn styðst við (t.d. íslenskum æviskrám). Virðist
Wawn því tregur að trúa því, að Holland geti farið með rangt mál. Hins
vegar segir Wawn á bls. 167, að Ólafur sé „(the) only son of Magnús Step-
hensen". Hliðstæðan mun má sjá á vinnubrögðum fræðimannanna tveggja/
Steindórs og Wawns, er Holland lýsir því þegar þremenningarnir komu að
Svignaskarði og hittu fyrir ekkju Guðmundar Ketilssonar sýslumanns
ásamt dóttur og einum syni. Sýslumannshjónin eignuðust þrjá syni og
spurningin sem þeir Steindór og Wawn velta fyrir sér, er, hvern sonanna
Holland hafi hitt. Wawn vill ekki gera upp á milli þeirra, og segir „the one
referred to here is unidentifiable" (bls. 170), en Steindór leyfir sér að slá þvi
föstu að það hafi verið Eggert (f. 1791), sem Holland hitti (bls. 137), vænt-
anlega vegna þess að hann var yngstur þeirra bræðra, elsti sonurinn farinn
utan og sá þriðji fáviti (sbr. íslenskar æviskrár). Wawn telur dótturina
„probably" Guðrúnu Guðmundsdóttur, en hún var eina dóttir Guðmund-
ar, sem komst til fullorðinsára. Steindór er ekki í nokkrum vafa. Á hinn
bóginn telur Steindór það aðeins „sennilegt" að Ingibjörg Jónsdóttir hafi
verið sú, sem Bretarnir hittu heima hjá Ólafi Stephensen þann 9. maí 1810/
en Wawn bregður vana sínum, og fullyrðir, að það hafi verið umrædd Ingi'
björg. Virðist hann gera það vegna bréfs, sem hann hefur fundið frá Ingi"
björgu, þar sem hún skrifar Grími Jónssyni bróður sínum og minnist á Olat
Loftsson, en hann var fylgdarmaður ensku ferðalanganna á Islandi (bls-
91). Það getur þó verið, að Wawn hafi vissu sína annars staðar frá, þar sem
við athugun kemur í Ijós, að umrætt bréf er dagsett í október 1807 og er
því haldlítið sönnunargagn um það sem skeður árið 1810. Hins vegar er
engin ástæða að rengja það, að Ingibjörg hafi verið sú sem hér kemur vi
sögu.