Saga - 1988, Síða 259
RITFREGNIR
257
Sagnfræði Wawns er annars allgóð, þó ekki sé hún gallalaus. Nokkrar
rangfærslur í umfjöllun hans ætla ég að leyfa mér að leiðrétta. í frásögn
Wawns af byltingunni 1809 segir hann, að sápukaupmaðurinn Phelps hafi
verið með Jörgensen og Savignac í fyrsta verslunarleiðangri Breta, þegar skipið
Clarence kom til Hafnarfjarðar í janúar 1809 (bls. 24). Vissulega er það rétt, að
Jörgensen og Savignac voru þar á ferð, en Phelps kom fyrst til Islands um
sumarið, í júní 1809, með skipinu Margaret and Ann.
Wawn styðst við margvíslegar heimildir í kafla sínum um byltinguna 1809
(bls. 22-23), og eru það að sjálfsögðu hin ágætustu vinnubrögð. Honum
verða þó á ein mistök. í heimildaskránni neðanmáls á bls. 23 segist hann hafa
stuðst við útdrátt (summary) úr glataðri frásögn Andrew Mitchells (sem var
skoskur kaupmaður búsettur í Reykjavík) af atburðunum 1809. Og í megin-
naáli á bls. 26 slær hann því föstu á ný, að Skotinn hafi skrifað slíka frásögn.
Þetta er rangt. Ekki er vitað til þess að Mitchell hafi skrifað frásögn af atburð-
unum 1809, enda finnst umræddur útdráttur ekki, þegar farið er að leita
hans, en Wawn segir að hann sé að finna á bls. 84-86 í prentuðum skjölum
ráðherrans Bathursts jarls. Hins vegar er þar að finna skjal, sem snertir
Jsland. Er það útdráttur úr bréfi frá James Savignac til sápufyrirtækisins
Phelps & Co., dagsettu 19. mars 1809, og fjallar um ferð skipsins Clarence til
íslands veturinn 1808-9. Þar er ekki minnst á byltinguna 1809, sem er varla
v°n, þar sem hún átti sér ekki stað fyrr en um sumarið. Hér sýnist mér ljóst,
að Wawn hefur misskilið útdrátt úr dagbók sem Andrew Mitchell skrifaði
um Gilpinránið 1808 og nú er glötuð. Þann útdrátt er einmitt að finna í þessu
skjalasafni Bathursts, á bls. 72-74. Notar Wawn reyndar þessa heimild í
umfjöllun sinni um rán Gilpins síðar í bókinni (bls. 108).
Jörgensen dó þann 20. janúar árið 1841 (sbr. dánarvottorð no. 578 í Register
Boofc 0f Deaths í Hobart í Ástralíu), en ekki árið 1844, eins og stendur hjá
Wawn og reyndar Steindóri líka. Þetta er gamall misskilningur, t.d. hélt Jón
Þorkelsson þessu fram, en Einar Laxness er til að mynda með rétt ártal í
Islandssögu A-Ö.
Hæpin er sú fullyrðing Wawns, að Benedikt Gröndal hafi verið „injured
during the insurrection" árið 1809 (bls. 97). Þetta orðalag gefur sterklega í
skyn, að hann hafi særst í átökum í byltingunni, en eins og alþjóð veit var
þetta „blóðlaus" bylting. Gröndal veiktist bæði á sál og líkama upp úr nýári
J810 og hefur verið talið, að áhyggjur hans af viðbrögðum Dana vegna þátt-
töku hans í byltingunni hafi átt mikinn þátt í þeim veikindum. Þetta kemur
fram í grein Hannesar Þorsteinssonar um Gröndal í Skírni 1925, sem er
reyndar sú heimild, sem Wawn vísar til.
Ekki er rétt hjá Holland, að Jörgensen hafi verið tekinn til fanga af áhöfn
herskipsins Talbot (bls. 87). Steindór leiðréttir oft Holland, og hefur Wawn
tekið allar þær leiðréttingar upp í neðanmálsgreinum hjá sér, en þetta hefur
tarið fram hjá þeim báðum. Hið rétta er, að Jörgensen sigldi skipinu Orion
vskipi Trampes sem Phelps hertók í Reykjavík) til Englands að beiðni Phelps
Sem frjáls maður og gekk hundadagakonungurinn laus í Englandi fram í
°któber, er hann var handtekinn. Það er hins vegar rétt hjá Holland, að
17