Saga - 1988, Page 260
258
RITFREGNIR
Trampe greifi, erkióvinur Jörgensens, sá til þess að hann var hnepptur í
varðhald í Englandi. Trampe sjálfur var hins vegar fluttur til Englands sem
fangi á herskipinu Talbot og það líklega rótin að ruglingi Hollands.
Undarleg villa slæðist inn í neðanmálsgrein hjá Wawn á bls. 141. Þar
stendur að Stefán Þórarinsson hafi verið amtmaður að sunnan og vestan.
Hið rétta er, að Stefán var amtmaður í Norður- og austuramtinu eins og
reyndar stendur í meginmáli Hollands aðeins ofar á sömu síðu (og í skýring-
um Steindórs).
Stundum er ég ekki alveg sammála túlkun Wawns. 1 hádegisverði hjá
Petræus kaupmanni þann 13. maí 1810 hittir Holland „Mr. Knutson". Wawn
bendir réttilega á, að það hafi verið tveir Knudsenbræður, Lars Michael og
Adser Christian, báðir danskir kaupmenn. Wawn telur líklegra, að það hafi
verið Adser Christian sem snæddi hádegisverðinn, þar sem hann var „the
more commercially powerful of the two" (bls. 99). Ég tel það hins vegar mun
líklegra, að það hafi verið Lars Michael, þar sem Adser hætti verslunarrekstn
í Reykjavík árið 1809 og seldi Trampe greifa verslun sína.
í umfjöllun sinni um Gilpinránið segir Wawn: „Little is known of the sha-
dowy „Baron Hompesch"" (bls. 106). Það er alltaf matsatriði hvað orð eins
og „little" þýði í raun, en til frekari upplýsingar má benda á, að Hompesch
barón er ekki með öllu óþekktur. Um hann má lesa t.d. í bók John F. Wests
Faroe: The Emergence of a Nation (London, 1972) bls. 62-63. Var Hompesch
þegar hér er komið sögu orðinn háttsettur „lieutenant-general" í breska
hernum, þar sem hann stjórnaði húsaradeild. Er hans getið í öðrum heimild-
um sem óþarfi er að tíunda hér.
Wawn segir réttilega, að Jörgensen og Hooker hafi skipst á bréfum „long
after 1810" og vísar til tveggja bréfa (bls. 27). Samkvæmt heimildaskránni
virðist honum ekki vera kunnugt um, að aðalsafn bréfaskipta þessara tvegg)a
vina sé að finna í Egerton Manuscripts 2070 í British Libraiy í London. Wawn
vísar hins vegar í Egertonskjölin 2066-8, þar sem m.a. er að finna frásagnir
Jörgensens af byltingunni 1809.
Ekki get ég verið sammála þeirri skoðun Wawns, að Jörgensen hafi verið
„the leader of the 1809 Reykjavík insurrection" (bls. 75). Sýnist mér réttara,
að Phelps hafi verið forkólfurinn og Jörgensen í rauninni verkfæri hans.
Þetta er hins vegar túlkunaratriði og eru eflaust einhverjir á skoðun Wawns.
Að lokum eitt smáatriði: ég er ekki sátt við þá venju Wawns að nota orðin
„consecrated" (vígður) og „priest" (prestur) um íslenska presta. Eðlilegra
væri að nota „ordained" og „minister". Af orðavali Wawns gæti hinn erlendi
lesari bókarinnar hæglega dregið þá ályktun, að íslenska kirkjan hafi verið
kaþólsk.
Hér hefur verið fundið að ýmsum göllum í sagnfræði Wawns. í þessu sam-
hengi er sanngjarnt að benda á að bókin er afar löng og þorri útskýringa
Wawns óaðfinnanlegur. Það fer ekki á milli mála, að mikill fengur er að þess-
ari útgáfu hans, ekki einungis fyrir enskumælandi menn heldur einnig
íslendinga, ekki síst bókmenntafræðinga, sem geta eflaust haft mikið gagn a
fræðimennsku höfundar.
Anna Agnarsdóttir