Saga - 1988, Page 262
260
RITFREGNIR
frá Kaupfélagi Síðumanna. Tíundi kafli er um Halldórsverslun í Vík á árun-
um 1884-1914, hinn ellefti um Brydesverslun í Vík og hinn tólfti og síðasti
nefnist „Verslun Skaftfellinga 1895-1913. Nokkrir meginþættir."
Hér hefur nú stutt grein verið gerð fyrir helstu efnisþáttum þessa rits og er
þá komið að því að huga nokkuð að því, hvernig höfundi hefur tekist til. í
aðfaraorðum segir Kjartan Ólafsson: „Þrátt fyrir drjúgan fjölda tilvísana í
heimildir er bókin þó ekki neitt vísindarit. Til þess skortir fjöldamargt, meðal
annars viðameiri og markvissari úrvinnslu heimilda, sem krafist hefði lengri
tíma." Hófsemin er aðall hins góða fræðimanns og sannast það hér. Hugtak-
ið „vísindarit" er að sönnu teygjanlegt og víst má fallast á, að þetta rit sé ekki
vísindarit í þeim skilningi, að höfundur reynir sjaldnast að tæma viðfangs-
efni sitt með þeim hætti að draga megi næsta algildar ályktanir af niður-
stöðunum. Hann hefur á hinn bóginn gífurlega mikið efni undir, hefur dreg-
ið saman mikinn fróðleik og kannað fjöldamargar heimildir, jafnt prentuð rit
sem óprentuð handrit í skjalasöfnum. Af þessu leiðir, að bókin hefur að
geyma mikinn fróðleik, sem byggir á víðtækri rannsókn og sýnist mér, að i
henni sé fjallað um alla meginþætti verslunarsögu Vestur-Skaftfellinga fra
því á ofanverðri 18. öld og fram til 1913. Frásögnin byggir að mestu leyti a
könnun frumheimilda, og oft er drepið á þætti, sem kalla má eins konar jað-
arsvið meginefnis og hljóta að verða til að vekja forvitni og hvetja fræðimenn
til ýtarlegri rannsókna. Má þar nefna sem dæmi verslunarfyrirtæki Eggerts
Gunnarssonar ogjakobs Gunnlögsens. Þá ber enn að nefna, að Kjartan laetur
sig miklu skipta verslunarkjörin og sýnir víða, m.a. með löngum töflum,
hvemig einstakir bændur og bændur í heilum sveitum versluðu, hverjar
voru söluafurðir þeirra, hvað þeir tóku út, fyrir hve mikið o.s.frv. Sömuleiðis
gerir hann frumherjum í verslun og verslunarsamtökum rækileg skil og sýnú
glögglega, hvernig verslunin þróaðist. Hún var fyrst í höndum danskra sel-
stöðukaupmanna, en síðan tóku landsmenn sjálfir að reyna að ná henm i
eigin hendur með stofnun verslunarfélaga og samtaka, sem að sönnu reiddi
misjafnlega af. Upp úr þeim tilraunum risu svo félög, sem áttu lengri lífdaga
í vændum, sem og einstakir innlendir kaupmenn. Þetta eru kannski ekki vís-
indi, en í öllu falli undirstöðurannsóknir, sem hljóta að koma þeim að gagni/
sem vilja semja „vísindarit" um verslunarsögu Vestur-Skaftfellinga. Má þá
spyrja, hvor vinni þarfara verk, sá sem ræðst í könnun frumheimildanna,
eða hinn, sem byggir á leiðsögn hans.
Frásögn Kjartans Ólafssonar er skýr og bókin yfirleitt lipurlega skrifuð,
þótt því verði ekki neitað, að mér þyki hún helst til langdregin á köflum og
spuming, hvort ekki hefði sums staðar mátt stytta málið og jafnvel töflur
með línu- og súluritum.
Á seinni árum hefur það færst mjög í vöxt að myndskreyta rit, sem fjalla
um sögu landshluta og byggðarlaga og er ekki nema gott eitt um það ad
segja. Þetta rit er ríkulega myndskreytt og hafa margar myndanna mikio
heimildargildi, einkum þær, sem teknar hafa verið heima í héraði og sýna
gömul hús, horfna atvinnuhætti og fólk. Engu að síður verður að gera þá
athugasemd, að á stöku stað þótti mér sem of langt hefði verið gengið i
myndbirtingum og bókin því verða næsta ofhlaðin á köflum. Á þetta einkum