Saga - 1988, Síða 263
RITFREGNIR
261
við um myndir, sem teknar voru utan Skaftafellssýslu, t.d. í Reykjavík, og
hafa margar birst áður, sumar oft. Þetta hlýtur þó ávallt að vera matsatriði.
Allur frágangur bókarinnar er með ágætum, prentun góð og skýr og prent-
villur sárafáar. í bókarlok eru skrár um heimildir, nafnaskrá og myndaskrá,
en tilvísanir eru neðanmáls á hverri síðu, eins og vera ber. Er þá ekki annað
eftir en þakka Kjartani Ólafssyni og öðrum aðstandendum þessa verks fyrir
gott og fróðlegt rit, sem hlýtur að verða öðrum héraðs- og landshlutasamtök-
um hvatning til að láta skrá verslunarsögu sinna heimahaga.
]ón Þ. Þór
Óskar Guðmundsson: ALÞÝÐUBANDALAGIÐ.
ÁTAKASAGA. Svart á hvítu. Reykjavík 1987. 397 bls.
Þótt bók þessi deilist í 33 kafla, má skipta henni í tvennt eftir efnistökum:
a) meginhlutinn eða þrír síðustu fjórðungar hennar fjalla um seinustu tutt-
ugu árin í sögu Alþýðubandalagsins 1967-87, eða um það bil frá því það var
formlega stofnað sem stjórnmálaflokkur. Þetta er jafnframt það tímabil, sem
höfundur þekkir helst af eigin raun, en hann er fæddur 1950; b) fyrsti fjórð-
ungur er að sögn höfundar skrifaður síðast og nær yfir árin 1916-66 eða
fyrstu hálfa öldina í sögu Alþýðuflokks, Kommúnistaflokks, Sósíalistaflokks
°g Alþýðubandalags sem kosningabandalags. Þar hefur höfundur þurft að
nýta aðrar heimildir en eigið minni.
Þegar fjallað er um svo stutt tímabil í sögunni, skiptir nákvæm tímasetn-
Ing enn meira máli en ella til að rás atburða og þróun verði skiljanleg. Hvert
ar, mánuð, viku og í stöku tilvikum jafnvel dag og klukkustund verður að
Setja í rétta tímaröð. Það dugir t.d. ekki að segja „um þetta leyti" og hnika
síðan röð atburða til eftir eigin formúlu. Þessa er ekki alltaf nógu vel gætt.
Seinni þáttur og aðalefni bókarinnar lýsir í rauninni tilfinningum höfundar
gagnvart atburðum tveggja síðustu áratuga. Á þær er naumast unnt að
leggja sagnfræðilegt mat að svo stöddu. í þeim gætir ótvíræðrar samúðar eða
andúðar á einstökum mönnum lífs og liðnum og viðburðum í tengslum við
Þá- Sem dæmi má taka, að á bls. 174 er talað um „harmsögu Alþýðubanda-
fagsins". Þessu viðhorfi er hægt að vera sammála eða andvígur, en það er til-
finningalegt mat.
Rétt er að benda á prentvillu á bls. 151, þar sem talað er um kosningasigur
19_70 í stað 1971. Á bls. 156 er ruglað saman undirskriftasöfnun vegna Tékkó-
s'óvakíu upp úr 1970 og heimsókn Eduards Goldstiickers og Zdeneks Hejslars
haustið 1978. Á bls. 158 er gefið í skyn, að Magnús Kjartansson hafi verið
andsnúinn Mývatnsbændum í Laxárdeilunni og mætti jafnvel skilja á orða-
aginu, að sú deila hefði komið upp „á vettvangi flokksins". Á bls. 199 mun
Sumum öðrum en Jónasi Árnasyni koma á óvart, að hann hafi verið ein „for-
Senda skaplegs andrúmslofts" í þingflokknum. Þessar tilfinningahlöðnu
skoðanir höfundar eru á hinn bóginn fremur fjörlega ritaðar.
Pyrsti fjórðungur bókarinnar er mestmegnis unninn upp úr öðrum ritum,