Saga - 1988, Blaðsíða 264
262
RITFREGNIR
en ráða má af niðurlagi formálans, að höfundur hafi notið leiðsagnar ein-
hverra sagn- og stjórnmálafræðinga við þann samsetning. Um þennan þátt
er líka nokkrum vandkvæðum bundið að fjalla á sagnfræðilegan hátt, því á
undan honum hefði mátt setja svipaða viðvörun og Halldór Laxness gerði
innan á kápusíðu í fyrstu útgáfu fslandsklukkunnar, að hún sé „ekki „sagn-
fræðileg skáldsaga", heldur lúta persónur hennar, atburðir og stíll einvörð-
ungu lögmálum verksins sjálfs."
Meginefni þessa þáttar líkist að viðhorfum og ályktunum talsvert skýrsl-
um þeim um „kommúnistahættuna á Islandi", sem samdar voru af banda-
rísku leyniþjónustunni á fyrstu árunum eftir stríð og birst hafa öðru hverju
undanfarið, einkum í Helgarpóstinum. En höfundi er nokkur vorkunn, þvi
jafnvel Islendingar með háar gráður í sagnfræði og stjórnmálafræði hafa alið
á hinu sama síðustu tvo áratugina. Verður nánar vikið að þessu í lok rit-
dómsins.
Almennt má segja að höfundur horfi á stráksleg stóryrði ungra kommún-
ista á þriðja og fjórða áratugnum með sömu grafalvarlegu augum og húmor-
leysi og t.d. Morgunblaðið. Og þegar sömu menn verða reynslunni ríkari og
ábyrgðarfyllri (líkt og sumir af 68-kynslóðinni nú á dögum), þá eru breytt
viðhorf þeirra umsvifalaust túlkuð sem skipun frá Moskvu. Eðlilegar deilur
innan Sósíalistaflokksins milli sjálfstætt hugsandi og óstýrilátra manna eins
og sósíalistar eru að jafnaði, kallast „látlaus átök og fjandskapur innan þess
flokks þvert á goðsögnina um hinn eindrægna flokk" (8), „gífurleg óánægja'
(68) eða „flokkurinn nötraði og skalf af innbyrðis ágreiningi" (71). Þessir
menn stóðu blátt áfram saman gegn höfuðmótherjum, þótt þeir hnakkrifust
innbyrðis eins og sjálfsagt er í lýðræðislegum flokki. En auk þessa er margt
um beinar og óbeinar rangfærslur og verður að benda á nokkrar.
Á bls. 16-21 gæti ófróður lesandi ekki skilið annað en afstaða KFÍ til Al-
þýðuflokksins hefði gjörbreyst í einu vetfangi, eftir að samfylkingarlínan fra
7. þingi Komintern í Moskvu 1935 „kom eins og himnasending". Samt er
skjalfest að KFÍ sendi Alþýðuflokknum samfylkingartilboð rösku ári fyrr-
Það er m.a. viðurkennt í bók Þórs Whiteheads, Kommúnistahreyfingin á íslandi
1921-1934, bls. 85. „Réttlínustandið" í KFÍ 1934 stafaði ekki af neinum til-
skipunum frá Moskvu, heldur hinu að sumir flokksmenn aðhylltust „vís-
indastefnu" en aðrir „skynsemdarstefnu". Og var það svo sem nógu bölvað
og hlálegt fyrir þá.
Á bls. 33-34 er ekki annað að skilja en Sósíalistaflokkurinn hafi verið fylgjj
andi „hervemdarsamningnum" við Bandaríkin „eftir innrás Þýskalands i
Sovétríkin 22. júní 1941". Því til stuðnings er vitnað í ummæli í Þjóðviljanuni
frá september 1942 og maí 1944. Hinsvegar er þagað um það, að allir þing'
menn Sósíalistaflokksins greiddu atkvæði gegn samningnum á alþingi 9. júh
1941. Á bls. 38 er síðan tekið svo til orða, að flokkurinn „greiddi ekki atkvaeði
með" samningnum „þó hann væri á þeirri skoðun um þetta leyti að alls ekki
væri um hemám að ræða". Mætti af þessu helst álykta að þeir hefðu setio
hjá.
Á bls. 37 er svo hógværlega komist að orði um lífskjarabyltingu verkafólks