Saga - 1988, Síða 266
264
RITFREGNIR
Á bls. 70 er rætt um svonefnda vinstri stjórn 1956-58 sem „ríkisstjórn
hinna vinnandi stétta". Sú nafngift er hinsvegar hefðbundin á stjórn Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks 1934-38. Á sömu bls. er fjallað um ástæður
þess að vinstri stjórnin stóð ekki við heit sitt að láta herinn fara úr landi: „af-
hjúpunarræða Krústjoffs á 20. flokksþinginu, uppreisnin í Ungverjalandi og
ófriðurinn við Súez breyttu því friðsamlega andrúmslofti sem ríkt hafði um
nokkurt skeið." Krústjoff hélt þessa ræðu mörgum mánuðum áður en stjóm-
in var mynduð, en atburðirnir í Ungverjalandi og við Súez komu eins og
himnasending fyrir Guðmund í. Guðmundsson utanríkisráðherra Alþýðu-
flokksins, sem aldrei ætlaði að standa við þetta ákvæði eins og skilja má í bók
Emils Jónssonar Á milli Washington og Moskva, bls. 150-56.
Á bls. 75, 82 og 99 er minnst á Málfundafélag jafnaðarmanna sem umtals-
verða stærð. Staðreyndin er sú, að þetta voru aldrei nema nokkrir tugir
manna í Reykjavík, þótt sjálfsagt hafi þeir átt kjósendafylgi sem nam nokkr-
um hundruðum.
Á bls. 79 segir að Sósíalistaflokkurinn hafi „skipst í tvær meginfylkingar:
kommúnista og sósíaldemókrata." Þessi fullyrðing er tekin úr bók Arnórs
Hannibalssonar, Kommúnismi og vinstri hreyfing. Þetta er einkaskoðun Arnórs
og verður seint sönnuð eða afsönnuð, en fáir þáverandi flokksmenn munu
kannast við hana. Því bregður víðar fyrir að höfundur vísi til einkaskoðana
Arnórs líkt og þær væru staðreyndir, svo sem á bls. 22, 30, 64, 75, 78, 103.
Með sama hætti er á bls. 15 vísað í grein Svans Kristjánssonar, „Kommún-
istahreyfingin á Islandi" í Sögu 1984.
Á bls. 95 er vitnað í prófritgerð Helga Hannessonar um SÍA frá 1987. Þar
hefur Helgi eftir leiðbeinanda sínum dr. Gísla Gunnarssyni að „sumir heim-
komnir SÍA-menn hafi óttast nýja valdamiðstöð ungra sósíalista á Vestur-
löndum. Gísli Gunnarsson, sem þá var námsmaður í Englandi, var aldrei
boðaður á HRÍM-fund þótt hann leitaði eftir því. Telur hann að tortryggW
SÍA-manna í garð þeirra sem talist gátu „villutrúarmenn" hafi valdið nokkru
hér um." Þetta er kátlegur hugarburður. HRÍM (Heimssamtök róttækra
menntamanna) urðu aldrei annað en nafnið tómt, og getur undirritaður trútt
um talað, því hann var gerður að fyrsta og síðasta framkvæmdastjóra þeirra.
Hafi nokkrir stúdentar í Vestur-Evrópu einhverntíma komið saman og kallað
það „HRÍM-fund", var það áreiðanlega fremur H1 að gera sér glaðan dag en
ræða pólitík við Gísla Gunnarsson.
Á bls. 90 segir frá þeim furðum, að Bergur Sigurbjörnsson reyndi að fá
Ragnar Arnalds til að ganga úr Sósíalistaflokknum og í Þjóðvarnarflokkinn
árið 1960, en í næstu setningu að Ragnar hafi þá ekki verið félagi í Sósíalista-
flokknum. Annar ruglingur er á bls. 91-92 og 102-103 varðandi átök utn
miðstjórnarkjör 1962. Ókunnur lesandi hlyti að álykta, að það hefði einkum
verið ungt fólk, sem gerði þá „hallarbyltingu". Skipting manna í þær fylking-
ar fór þó á engan hátt eftir aldri.
Áður var vikið að því að höfundur virðist reisa pólitíska söguskoðun sina
um þetta tímabil á þeim sex áratuga sísönglanda, að Kommúnistaflokki
Islands og Sósíalistaflokknum á eftir honum hafi í daglegu starfi verið fjar-