Saga - 1988, Qupperneq 267
RITFREGNIR
265
stýrt frá Moskvu, enda hafa aðrir reynt að sýna fram á þetta með sagnfræði-
legum aðferðum. Fræðilega séð hefði þetta svo sem getað staðist varðandi
KFÍ, þar sem hann var deild í Alþjóðasambandi kommúnista, Komintern, frá
1930. En til þess hefði sambandið þurft að hafa sérstakan íslandskommissar
með starfsliði og fjarskiptatækni nútímans að vera komin til sögunnar. Mikið
hefur af ýmsum verið gert úr sérstakri íslandsályktun frá þingi Kominterns
1924, sbr. bls. 15. Það vita þó allir, sem alþjóðaráðstefnur sækja, að ályktanir
um einstök lönd eru yfirleitt gerðar að frumkvæði fulltrúa frá viðkomandi
landi og a.m.k. uppkastið samið af þeim sjálfum. Síðan kostar það ósjaldan
drjúgan barning að fá slíka ályktun samþykkta. Brynjólfur Bjarnason virðist
því hafa verið seigur, en hann sat þetta þing sem gestur og hafði áður sótt
þing Alþjóðasambandsins 1920.
Formúla síbyljunnar er í stuttu máli sú, að gengið er út frá aðild KFÍ að
Komintern og síðan vitnað í sovétholl ummæli einstakra stuðningsmanna
eins og þau væru stefna Sósíalistaflokksins. Sum greypilegustu dæmin um
sovéthollustu eru t.d. eftir Halldór Kiljan Laxness, svo sem varðandi réttar-
höldin 1937-38 eða innlimun Eystrasaltslandanna og austurhluta Póllands.
Hitt er annað mál, að vitaskuld töldu íslenskir kommúnistar eins og aðrir,
að forystumenn Sovétríkjanna væru félagar þeirra og jafningjar, sem hlytu
að stefna að sama meginmarkmiði. Leiðirnar gætu þó verið lítið eitt mismun-
andi eftir aðstæðum, rétt eins og götur verður að leggja öðruvísi á fjöllum en
sléttu. Einlægum kommúnistum á fjórða og fimmta áratugnum fannst segja
sig sjálft, að barátta þeirra væri í takt við framgang mála í Sovétríkjunum.
Það þurfti enga fjarstýringu til þess. Það hvarflaði ekki að þeim, að ætlaðir
félagar þeirra eystra hefðu nokkurt óhreint mjöl í pokahorninu. Árásir auð-
valdsblaða gerðu ekki annað en styrkja þá í þeirri vissu, að Stalín væri á réttri
leið. Þeir sem heimsóttu Sovétríkin sáu fátt annað en þeim var sýnt með
vinsamlegum skýringum handa velviljuðum gestum. Þær skýringar voru
m-a. túlkaðar af mikilli list og kunnandi hjá Halldóri Laxness í Gerska ævin-
týrinu 1938. Hann hafði þó haft frjálsari fót en margir aðrir gestir og séð fleira,
sem hann skýrði þó ekki frá fyrr en í Skáldatíma aldarfjórðungi seinna.
Fullyrðingin um fjarstýringu stríðir að sjálfsögðu gegn heilbrigðu brjóst-
viti. Hvað sem líður blátt áfram tæknilegum vandkvæðum voru það dagleg
vandamál íslensks verkalýðs, sem öðru fremur mótuðu daglega baráttu
kommúnista á fjórða áratugnum: atvinnuleysi, kaupþrælkun, húsnæðis-
hörmungar, allsendis ónógar sjúkra- og slysatryggingar, hnífur og skeið.
Um þetta geta þeir vitnað, sem hafa fyrir því að lesa um málflutning þeirra í
fundabókum verkalýðsfélaga. Það er verðugt „uppgjör við fortíðina".
Því höfðu þeir sýnilega ekki fyrir, sem ábúðarmest hafa ritað um þessi efni
síðustu áratugina, enda einkennast skrif þeirra meir af fordómum og þrá-
hyggju en fræðilegri skarpskyggni eða mannlegum skilningi. Sem betur fer
lítur út fyrir, að yngsta kynslóð sagnfræðinga ætli að geta skoðað samhengi
þessara atburða á raunsæjan hátt og hleypidómalaust. Nýlegt dæmi þess er
A. ritgerð frá 1986 eftir Pál Vilhjálmsson, „Réttlæti og vísindatrú. Af sósíal-
■skum hugmyndum og kommúnískum á íslandi á öndverðri öldinni."