Saga - 1988, Page 270
268
RITFREGNIR
liggja í háum haugum á hverri verkstofu sem fáist við aðgerðir á bifvélum og
bátar liggi í hrönnum í flæðarmálinu í öllum meiri háttar verstöðvum (bls.
60). Ef marka má lýsingu Hallgríms hefur mikil sóun fylgt vélvæðingu báta-
flotans og eigendur hans orðið fyrir talsverðum fjárútlátum og öðrum
skakkaföllum vegna óhentugra véla, fákunnáttu í meðferð þeirra og
aðstöðuleysis til viðgerða.
Aðstaða til þess að gera við togara var afleit þar sem ekki var unnt að taka
þá í slipp fyrr en 1932. Ef gera þurfti við þá undir sjólínu varð að vinna verkið
í fjörumáli en togarar urðu að sigla utan til meiri háttar viðgerða. Valgarður
Breiðfjörð sem gerði út seglatogara kvartaði hástöfum um það 1902 hversu
smiðjurnar væru vanbúnar að annast jafnvel minni háttar viðgerðir og lag-
færingar (bls. 66-67). Ég vil bæta við þetta tilvitnun í grein sem Bjarni
Sæmundsson fiskifræðingur birti í Andvara 1907 er togaraútgerð var komin á
skrið. Hann ræðir þar um óhagræði við þessa útgerð og kveður aðalann-
markann þann hversu dýr hún sé:
Annar aðal-annmarkinn á útgerðinni er vöntun á smiðju, og öðrum
tækjum til þess að gera fljótlega við verulegar skemmdir á svona
skipum, því það getur orðið æði mikill bagi að því, að skip verður að
liggja inni, jafnvel mánuðum saman til þess að bíða eftir því að feng-
ið sé frá útlöndum t.d. eitthvert stykki úr vélinni, sem bilað hefir, eða
setja nýja plötu í, ef skip hefir rekið sig á; getur það jafnvel orðið
útgerðinni til stórhnekkis. (Bls. 124.)
Þriðja og síðasta skeiðið sem höfundur lýsir nær frá 1920-50. Það hófst
með stofnun stórra vélsmiðja, Hamars 1918 og Héðins 1922 en síðar bættust
við Landssmiðjan 1930 og Stálsmiðjan 1933.1 upphafi þessa tímabils var tek-
in upp suða og skurður með gasi og súrefni og skömmu síðar með rafmagni
en sú tækni auðveldaði málmiðnaðarmönnum stórum störfin. Skipaviðgerð-
ir voru sem áður aðalverkefni smiðjanna en smám saman bættust við önnur
viðamikil verk í þágu sjávarútvegs, smíði, viðhald og viðgerðir við síldar- og
fiskmjölsverksmiðjur og síðar við frystihús. Málmsmíði í sveitum er að
mestu liðin undir lok en enn eru þar þó völundar að starfi eins og Bjarni Run-
ólfsson í Hólmi í Landbroti (1891-1938) sem reisti 101 rafstöð og smíðaði
langflesta hverflana í þær sjálfur. Virkjun Ljósafoss í Sogi 1937 var tímamóta-
framkvæmd sem gaf iðnaði kost á að nota stórvirkar vélar knúnar rafmagw
og lagði grunn að raftækjaiðnaði. Þessum þætti verða að líkindum gerð skil
síðar í iðnsögunni.
Þessa þróun málmiðnaðar sem hér hefur verið stiklað á rekur höfundur á
mjög greinargóðan og skipulegan hátt og innan þeirra marka sem hann setti
sér. En rit hans hefur ýmislegt fleira í pokahorninu, það er skrýtt fjölda
mynda með fróðlegum skýringatextum, skrá yfir helstu fyrirtæki í málmiðn-
aði 1921 og 1948, orðaskýringar og þýðingar, atriðisorðaskrá, myndaskrá,
heimildaskrá og nafnaskrá og að auíd grein eftir Halldór Halldórsson pró-
fessor um orðtök runnin frá málmsmíði. Af þessu er ljóst að aðstandendur
iðnsögunnar hafa lagt sig í líma að búa þetta rit sem veglegast úr garði.
Jón Böðvarsson ritstjóri segir í greinargerð sinni um safnið til iðnsögunnar:
„Ritsmíðin líktist útlínum myndar sem í umgerð hefur verið sett þótt fyU'