Saga - 1988, Page 271
RITFREGNIR
269
ingu skorti í myndflöt. Hún var að því leyti eins konar Hungurvaka að drep-
ið var á margt sem kallaði á viðbótarvitneskju." Um þetta hefur verið bætt að
nokkru með fjölda vel valinna rammagreina en ekki er laust við að lestur
meginmáls verði slitróttur með þessari tilhögun. En meira þarf til þess að
fylla upp í myndina. Óhjákvæmilegt er að viða að langtum meiri vitneskju
um járn- og vélsmiðjur í bæjum landsins og verkefni sem þær önnuðust hver
á sínum stað. Viðbúið er að skráðar heimildir um þetta efni séu kollóttar en
þá er að leita munnlegra upplýsinga og það strax því nú eru síðustu forvöð.
Til ábendingar ætla ég að drepa á tvo staði sem rétt er tæpt á í Eldi í afli. í
fyrirtækjaskránni 1921 eru tilgreindar tvær járn- og vélsmiðjur, annars vegar
Guðmundar Jónssonar og hins vegar Hallgríms Guðmundssonar (sbr. og
bls. 104). Þessar smiðjur eru ekki skráðar þarna á nafn eigenda. IHF lét reisa
járnsmiðju á Geirseyri 1899 en Pétur A. Ólafsson fékk hana með staðnum
1906. Hann fluttist suður 1916 en var áfram með nokkra atvinnustarfsemi
fram um 1930. Guðmundur Jónsson (1870-1951) var lengi starfsmaður hjá
Pétri. Pétur J. Thorsteinsson lét reisa smiðju á Vatneyri 1899 en hún komst
svo í eign Milljónafélagsins og loks Ólafs Jóhannessonar 1914. Ólafur lýsir
smiðjunni svo í bréfum 10. október og 18. nóvember 1915: „Smedje paa Plan-
en mærkt No 8, opfört af Træ indvendig beklædt med Jærnplader. Gulv af
Cementstöbning, i Smedjen i tilbygget mekanisk Værksted er Gulv og
Vægge af Træ. Belysning Petroleum. Maskiner drevne med Haandkraft.
----Í smiðjunni er, sem kallað er, „mek. Værksted." Þar eru ýmis áhöld úr
járni og stáli til viðgerða á vélum t.d. rennibekkur, sem renna má í öxia í
smærri skip og allt er að motorum lýtur, „Boremaskine", „Valsemaskine",
-/Blikkenslagerivélar" o.fl. o.fl. Trésmíðaáhöld eru þar engin." Þegar ófriðn-
um mikla slotaði stórbætti Ólafur vélsmiðju sína til þess að geta veitt togur-
um sem besta viðgerðarþjónustu því að hvorttveggja var að komum þeirra til
Patreksfjarðar fjölgaði og hann var sjálfur að undirbúa togarakaup.
Hallgrímur Guðmundsson (1881-1973) vann í Vatneyrarsmiðjunni eins og
hún var alltaf kölluð (skráð undir nafninu Sindri 1918) og leysti af hendi
■uörg vandasöm verkefni. Hafði hann jafnan einn lærling og stundum
aðstoðarmann. Kringum 1930 hætti hann hjá Ólafi og setti upp litla eld-
smiðju heima hjá sér. Ekki veit ég hversu margir störfuðu eftir það í smiðju
Ólafs nema árið 1936 voru greiddar tæplega 17.000 krónur í laun starfs-
utanna sem bendir til að þeir hafi verið nokkrir.
Víkjum að Bíldudal. Þegar Pétur J. Thorsteinsson keypti staðinn 1880
fylgdi jámsmiðja með. Um aldamótin réðst Magnús Jónsson (1881-1966) í
þjónustu Péturs sem sendi hann til Noregs til þess að læra jámsmíði. Þessi
ntaður stóð við aflinn á Bíldudal í áratugi og annaðist járnverk fyrir kauptún-
'ð. Smiðjunnar þar er ekki getið í fyrirtækjaskrá 1921 en höfundur hefur líka
á henni fyrirvara.
Sumarliði fellir niður söguþráðinn 1950. Síðan þá hafa orðið miklar breyt-
lngar á málmiðnaði, framleiðsluþáttur hans hefur aukist svo og sérhæfing og
vélvaeðing fyrirtækja, þau flust í sérstök hverfi í kaupstöðum, einkum í
Reykjavík, og sum þeirra lagt út á þá braut að stunda innflutning jafnframt
rr'álmsmíðinni. í upphafi hinnar óskráðu sögu málmiðnaðar á íslandi eftir