Saga - 1988, Page 274
272
RITFREGNIR
skrifa eitthvað af viti í svona stuttu máli. Eins og fyrr hefur verið vikið að tel-
ur höfundur að skýringanna á sundrungunni sé fyrst og fremst að leita í hug-
myndafræðilegum deilum í þýska sósíaldemókrataflokknum um og eftir alda-
mótin síðustu, hægri öflin í flokknum hafi verið að fjarlægjast kenningar
Karls Marx og slíkt hafi vinstri öflin ekki þolað. Ég tel skýringu þessa vera
ranga. Klofninginn í sósíaldemókrata og kommúmista má rekja til heimstyrj-
aldarinnar fyrri en þó fyrst og fremst til mismunandi skoðana á byltingunni
í Rússlandi árið 1917.
Margir hatrammir andstæðingar endurskoðunarstefnu Bernsteins um
aldamótin, t.d. Karl Kautsky, deildu hart á byltinguna í Rússlandi og sama
gerði raunar einnig um tíma merkasti fulltrúi vinstri aflanna í þýska
flokknum, Rósa Luxemburg. Þeim þótti algerlega út í hött að hefja sósíalíska
byltingu i einhverju vanþróaðasta landinu á norðurhveli jarðar, Rússlandi.
Tengdasonur Marx, franski stjórnmálamaðurinn Jules Guesde, sem í áratugi
hafði verið helsti leiðtogi svonefndra marxista í flokki franskra sósíalista í
andstöðu við „hægri sósíalistann" Jean Jaurés og stuðningsmenn hans, var
hjartanlega sammála þeim Kautsky og Rósu Luxemburg um rússnesku bylt-
inguna. Dóttursonur Marx, Jean Longuet, snerist einnig gegn rússnesku bylt-
ingunni og var í forystu franskra sósíalista (sósíaldemókrata) á millistríðsár-
unum.
Raunar hafði Guesde, þessi ótvíræði leiðtogi franskra marxista um langt
árabil, verið stuðningsmaður þess að föðurlandið, Frakkland, tæki þátt í
heimstyrjöldinni fyrri og þegið ráðherradóm fyrir. Andstæðingur hans,
„andmarxistinn" Jean Jaurés, var hins vegar skotinn í upphafi stríðsins fyrir
að vera á móti því. (Meðal andstæðinga stríðsins voru margir aðrir, sem
seinna snerust gegn rússnesku byltingunni, t.d. fyrrnefndir sósíalista-
leiðtogar Kautsky, Luxemburg og Longuet, svo og sá alræmdi endurskoð-
unarsinni Eduard Bernstein!)
Alls kyns stjórnmálamenn og hugmyndafræðingar, sem fyrir 1917 höfðu
aldrei verið kenndir við neina tegund marxisma, gerðust hins vegar harð-
skeyttir stuðningsmenn bolsévíkabyltingarinnar í Rússlandi. Margir róm-
antískir anarkistar, sem hefðu stutt hvaða byltingu með vinstri svip sem var,
urðu þá bolsévíkar á nokkrum dögum. En einnig gerðist það að ýmsir for-
ræðissinnaðir sósíalistar urðu liðsmenn bolsévíkanna, einkum eftir að Ijóst
var hverjir yrðu sigurvegarar í borgarastyrjöldinni rússnesku; í Rússlandi
hafði skapast einstakt tækifæri fyrir leiðtoga að hafa áhrif á mótun sögunnar.
Þetta var að sjálfsögðu algengast meðal Rússa en gerðist einnig í öðrum
löndum. Ferill franska stjómmálamannsins Marchel Cachin er einkar athygl-
isverður. Hann var mikill föðurlandsvinur í heimstyrjöldinni fyrri og gerðist
þá erindreki frönsku stjórnarinnar meðal ítalskra sósíalista; franska stjórnin
vildi að Ítalía kæmi með Frakklandi í stríðið og reynt var að fá alla ítalska
flokka til að samþykkja þá aðgerð. Cachin fékklitinn minnihluta ítalskra sós-
íalista í lið með sér og leiðtogi þessa minnihluta hét Benito Mussolini, sem
gerðist stríðshetja á frönskum ríkisstyrkjum. 1917 fordæmdi Cachin rússn-
esku byltinguna sem svik við stríðið. 1920 varð hann leiðtogi franska