Saga - 1988, Page 277
RITFREGNIR
275
Jón Rafnsson hefur lýst kosningabaráttunni í Vestmannaeyjum 1923 í bók
sinni Vor í verum, bls.31-33, og þar segir m.a.:
f Vestmannaeyjum bauð Alþýðuflokkurinn fram Ólaf Friðriksson.
/.../ Var framganga Ólafs á þessum fundum mjög rómuð af alþýðu,
og margir sögðu, að aldrei fyrr hefði svo vaskur fundarmaður komið
til Eyja/.../ Aðstaða íhaldsins var sterk. Það átti einu prentsmiðjuna í
bænum, eina prentaða blaðið, sem út kom í bænum. Að baki því
stóðu nú bæði helstu auðfyrirtækin í Eyjum. Gegn þessu var Karl
Einarsson og hans lið að kalla vopnlaust. Svipað mátti segja um
Alþýðuflokkinn/.../ Eigi að síður var það álit manna, að Ölafur
Friðriksson mundi fá mikinn fjölda atkvæða, þótt engin von væri um
að hann næði kosningu.
Það eru þannig tvær skýringar á því hvers vegna framboð Ólafs Friðriks-
sonar í Vestmannaeyjum 1923 var dregið til baka á allra síðustu stundu.
Þessar skýringar eru hvor um sig fullnægjandi og þær útiloka ekki hvor aðra.
Önnur er kosningabandalag Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Hin er hve
Ólafur var umdeildur innan Alþýðuflokksins af margvíslegum ástæðum,
bæði persónulegum og málefnalegum.
En höfundur Gullnu flugunnar útskýrir atburðarásina með því að Alþýðu-
flokkurinn hafði beðið danska sósíaldemókrata um tíu þúsund króna fjár-
stuðning vegna þingkosninganna og fengið fimm þúsund krónur að láni
samtímis því að dönsku kratarnir höfðu miklar áhyggjur af „kommúnistum"
af gerð Ólafs Friðrikssonar í flokknum. Ákvörðunin að draga framboð Ólafs
til baka hlaut því að mati höfundar að tengjast beiðninni um fjárstuðning.
Höfundur leggur ekki fram neinar sannanir um þessi tengsl, heldur byggir
hér eingöngu á líkum.
Ekki er hægt að útiloka að kvartanir dönsku kratanna um Ólaf hafi verið
ein af mörgum ástæðum þess að framboð hans í Eyjum var dregið til baka, en
öruggt verður að telja að þær hafi ekki verið eina ástæðan.
Hitt er annað mál að eftirgrennslan dönsku kratanna um Ólaf Friðrikssson
árið 1923 verður að telja fremur hvimleitt dæmi um alþjóðlegt samstarf og
stendur vafalaust í samhengi við baráttu þeirra fyrir að fá norska Verka-
mannaflokkinn rekinn úr samstarfi norrænnar verkalýðshreyfingar, líkt og
höfundur bendir á. En ekki hafa samt áhrif dönsku kratanna á Alþýðuflokk-
inn verið mjög mikil þá, því að Ólafur hélt áfram að gegna trúnaðarstörfum
fyrir flokkinn og raunverulegir kommúnistar fóru að flykkjast inn í hann eftir
1923, og gagnrýndu þeir Ólaf mikið.
VI
Höfundur telur að innganga Alþýðuflokksins í Annað alþjóðasambandið
1926 hafi stafað af fjárþörf flokksins og segir hann m.a. í þessu sambandi
(bls. 25): „Telja má öruggt að hin skyndilega ákvörðun Alþýðusambandsins
um að ganga í Alþjóðasamband sósíaldemókrata (1926) hafi staðið í beinu
sambandi við fjársöfnunina á árinu 1927 og hafi verið skilyrði af hálfu Dana".
Höfundur kemur samt ekki með neinar heimildir um þetta „skilyrði Dana".