Saga - 1988, Page 278
276
RITFREGNIR
Hann ályktar hins vegar að slíkt „skilyrði" hljóti að hafa verið sett, þar sem
ekkert fé hafi borist Alþýðuflokknum 1924-26 en mikið fé hafi borist 1927 í
kjölfar inngöngunnar í Alþjóðasambandið.
Hér hefur ályktanagleði höfundar um dönsk skilyrði og danska stjórn tek-
ið af honum ráðin við að útskýra fremur auðsæja atburðarrás: Alþýðuflokk-
urinn tekur ákvörðun um það árið 1926 að ganga í Annað alþjóðasambandið.
Slík ákvörðun gat engan vegin verið „skyndileg" eins og höfundur segir; Al-
þýðusambandið og þá um leið Alþýðuflokkurinn hafði þá um nokkurt skeið
haft náin tengsl við flokka og samtök sem tengdust Alþjóðasambandinu.
Meðal kostanna sem stjórn flokksins hefur séð við að ganga í sambandið
hafa vafalaust verið auknir möguleikar á fjárstyrkjum erlendis frá. Hér
þurftu engin „dönsk skilyrði" að koma til.
Höfundur telur síðan með réttu að inngangan í Alþjóðasamband sósíal-
demókrata hafi skapað kommúnistum erfiðleika við að starfa áfram innan
Alþýðuflokksins. En hann getur þess ekki að ástæða þessara erfiðleika fólst
í afstöðu kommúnistanna sjálfra, sem þá töldu sósíaldemókrata vera sósíal-
fasista, og það var forgangsverkefni þeirra að berjast gegn slíkum svikurum.
VII
í 4. kafla bókarinnar er fjallað um samstarfsnefnd norrænna sósíalista og þá
einkum tilraunir Alþýðuflokksins að fá aðstoð nefndarinnar við útvegun
láns til byggingar Alþýðuhússins á 4. áratugnum. Þessar tilraunir gengu illa,
einkum vegna andstöðu Dana í nefndinni; Svíar og Norðmenn tóku þeim
hins vegar vel. Höfundur útskýrir andstöðu danskra krata gegn norrænni
aðstoð við íslensku verkalýðssamtökin þannig: „Nú virtust þeir hins vegar
vera orðnir þreyttir á sífelldum (svo) fjáraustri í þennan litla flokk" (bls. 31).
Af samhenginu má þó ráða að hér hafi fyrst og fremst verið á ferðinni stór-
dönsk afskiptasemi, Danir töldu húsið vera allt of stórt fyrir fslendinga!
í umræðunni um fjármálafyrirgreiðslu erlendis frá gerir höfundur ekki
nógu skýran greinarmun á annars vegar óafturkræfum fjárstuðningi og hins
vegar lánum (oft bankalánum), sem erlendir kratar útveguðu Alþýðuflokkn-
um/Alþýðusambandinu. Þetta er bagalegt því að á millistríðsárunum báru
lán yfirleitt raunvexti. Meginhlutinn af fjárstuðningi erlendu kratanna var í
formi lána. Þannig fékkst að endingu danskt bankalán til byggingar Alþýðu-
hússins, þegar henni var að mestu eða öllu leyti lokið (sbr. bls. 33). Varla er
hægt að kenna slíkt fjármagn við „gullna flugu" frá erlendum krötum.
Sænskt lán að upphæð 185 þúsund s.kr. til Alþýðuflokksins/Alþýðusam-
bandsins var innt af hendi í ársbyrjun 1938, og var það veitt með því skilyrði
að Útvegsbanki íslands tæki ábyrgð á greiðslunum, en eitt bankastjóra-
embættið þar „tilheyrði" þá Alþýðuflokknum (sbr. 6. kafla, bls. 47 og 7.
kafla, bls. 55-56). Hér virðist raunar fremur vera um misnotkun að ræða á
íslenskum ríkisbanka en alþjóðleg flokkstengsl, sem sagt gömul og ný saga
í íslenskum stjómmálum. Eigi að síður telur höfundur Gullnu flugunnar að
lán þetta hafi haft áhrif á stefnu Alþýðuflokksforystunnar í sameiningarmál-
inu svonefnda, þ.e. hugmyndir um sameiningu kommúnista og sósíal-
demókrata í einn flokk á árunum 1937-38: „En fjárvonin var til staðar og