Saga - 1988, Page 281
RITFREGNIR
279
óhlutdrægni og er það einkum greinilegt í 14. kafla („Verkfallið, kalt stríð og
ástandið í alþjóðasamtökum verkafólks").
Á árunum 1948-49 klofnaði Alþjóðasamband verkalýðsins (WFTU). Voru
kommúnistar í meirihluta sambandsins en flestir aðrir gengu úr því og geng-
ust fyrir stofnun nýrra alþjóðasamtaka 1949 (Alþjóðasambands frjálsra
verkalýðsfélaga, ICFTU). ASÍ var meðal stofnenda hins nýja alþjóðasam-
bands.
Flöfundur telur meginástæður klofningsins hafa verið að þeir sem út
gengu hafi engar ályktanir viljað samþykkja um „afvopnunarmál", „baráttu
nýlenduþjóða" og hafi heimtað stuðningsyfirlýsingu við Marshallaðstoðina.
Allt er þetta rétt, en við má bæta að með afvopnunarmálum er hér átt við til-
lögur Sovétstjómarinnar í þeim efnum. En höfundur minnist hvergi á veiga-
mestu ástæðu klofningsins, sem var sú að verkalýðsfélög vestantjalds töldu
að verkalýðsfélög austantjalds væm hvorki frjáls né sjálfstæð, heldur lytu
þau í einu og öllu boði og bönnum ríkisvalds og flokksstjómarvalds.
XI
Saga Alþýðuflokksins frá hausti 1952 til vors 1953 er rakin í 15.-20. kafla
(bls. 122-151) og er þetta síðasti hluti bókarinnar. Par er skýrt frá mörgu
smáu og stóm. Orðalagið er stundum fremur glannalegt, sbr. á bls. 123:
„Meðan Alþýðuflokkurinn var flæktur í ,hervemdarsamninga', ,Keflavík-
ursamninga', ,Marshallsamninga' og ,NATO-samninga'...". Slíkt orðalag er
sennilega nothæft í stjómmálaumræðu en ekki í sagnfræðiriti.
Þessi hluti ber þess skýr merki að skorið hefur verið á söguþráðinn án þess
að bundið hafi verið sæmilega fyrir endann. Síðasti kafli bókarinnar, sá 20.,
er augsýnilega upphaf að einhverju nýju, sem á eftir að birtast (í væntanlegu
2. bindi verksins). Hann ber heitið „Hannibal leitar norræns stuðnings og
Stefán Jóhann hefst handa". Hér hefst aftur umræðan um erlendan stuðning
og sennilega einnig erlenda „íhlutun". Umfjöllun þessara þátta hafði að
meira eða minna leyti legið niðri í bókinni frá því að fjallað var í 8. kafla um
merka íhlutun Alsings Andersens í formi bréfritunar 1942. En umræðan
verður að þessu sinni mjög endaslepp. Frekari umsögn um þennan hluta
verksins hlýtur að bíða þangað til 2. bindið er komið út.
XII
Prófarkalestur Gullnu flugunnar er afleitur en þar er ekki við höfund einan að
sakast.
Það er galli að kaflar skuli aðeins vera númeraðir í efnisyfirliti en hvorki í
aðaltexta né í tilvísanahluta bókarinnar.
Smáónákvæmni skaðar stundum. Sem dæmi má nefna eftirfarandi setn-
ingu á bls.35: „Árið 1935 steyptu Norski verkamannaflokkurinn og Bændaflokkur-
inn stjóm Homsruds og mynduðu ríkisstjóm undir forsæti Johans Nygaardsvolds".
Eftirfarandi atriði em röng í þessari setningu: Bændaflokkurinn og Verka-
tnannaflokkurinn unnu ekki mjög náið saman í Noregi og mynduðu ekki
stjóm saman. 1935 var ríkistjóm Mowinckels steypt af stóli. Hornsrud (f.1859)