Saga - 1988, Qupperneq 283
RITFREGNIR
281
vegna Iyndiseinkunna, eins og ýmsir hafa haldið fram, heldur vegna þess að
valdsvæði þeirra, Rangárþing, var minna, fámennara og fátækara en yfir-
ráðasvæði Haukdæla, Ámesþing.
Bókin er stutt, meginmál er á um 70 síðum. Kaflamir em sex: I. Inngangur
(bls. 7-9); II. Oddaverjar fram til 1197 (bls. 10-24); III. Við aldamót (bls. 25-
8); IV. Lyndiseinkunnir sem orsakaskýring (bls. 29-48); V. Önnur skýring
(bls. 49-74); Yfirlit og ályktun (bls. 75-6). Loks eru tilvísanir til heimilda (bls.
77-86), heimildaskrá (bls. 87-8) og nafnaskrá (bls. 89-93). Aðalkaflar bókar-
innar em sá fjórði og fimmti.
Ýmsir góðir og gegnir fræðimenn, lífs og liðnir, hafa skýrt framvindu
sögunnar með áhrifum og verkum einstaklinga sem hafa að þeirra mati verið
mikilmenni, afreksmenn. Slík söguskoðun hefur verið áberandi í umfjöllun
fræðimanna um Oddaverja, hið mikla veldi ættarinnar um 1200 hefur verið
skýrt með hæfni þeirra Sæmundar fróða og Jóns Loftssonar. Af sjálfu leiðir,
þegar sömu fræðimenn hafa þurft að skýra af hverju Oddaverjar lutu í lægra
haldi fyrir öðmm valdaættum, þá hefur dæminu verið snúið við, kennt um
vanhæfni afkomendanna, Sæmundar Jónssonar og sona hans.
Jón Thor rekur skilmerkilega í fjórða kafla hvernig menn hafa beitt lyndis-
einkunnum sem orsakaskýringum, Oddaverjar vom ekki nógu harðskeyttir
vegna menntunar og siðfágunar, segja menn, þeir vom of friðsamir og
nægjusamir til að halda til fulls við aðra, bameignir með frillum ókunnrar
ættar drógu þrótt úr ættinni og Sæmundur Jónsson og Páll sonur hans gerðu
sig seka um óhóflegt ættardramb, einmitt þegar ættin var að úrkynjast og
glata völdum. Þannig má áfram telja en Jón Thor sýnir skýrt og skemmtilega
hversu haldlitlar slíkar skýringar em, fyrir þeim er sjaldnast nokkur stoð í
heimildum en ýmislegt má finna þar sem bendir til hins gagnstæða, að
Sæmundur og synir hans hafi ekki verið neinir aukvisar. í skrifum sínum um
þetta er Jón Thor bæði gagnrýninn og gamansamur og tekst vel upp.
Ég sakna þess helst í fjórða kafla að ekki skuli gerð grein fyrir því að
Sigurður Nordal, Einar Ólafur Sveinsson og fleiri sem ritað hafa um Odda-
verja, höfðu beinlinis þá söguskoðun að persónur gætu ráðið gangi sögunn-
ar, framvindan væri komin undir gjörðum afburðamanna, sem þeir töldu
vera, t.d. Sæmundar fróða og Jóns Loftssonar. Jón Thor er gagnrýninn á
þetta en hefði mátt gera grein fyrir eigin skoðunum. Hann lætur því ósvarað
hvort stórhöfðinginn Jón Loftsson hafi ekki einmitt getað ráðið gangi sög-
unnar á stundum vegna pólitískrar stöðu sinnar og hæfileika. Hann hafnar
því t.d. ekki að „pólitísk snilli" Gissurar Þorvaldssonar hafi valdið nokkm
um að Oddaverjar fóm halloka fyrir Haukdælum (bls. 53) og nefnir þá skoð-
un sína að Snorri Sturluson hafi verið enginn aukvisi að líkamlegu atgjörvi,
eins og haldið sé fram (bls. 31). Hvenær skiptu persónulegir eiginleikar máli
og hvenær ekki? Þessu lætur Jón Thor ósvarað sem er kannski forsvaranlegt
því að aðalatriðið í skrifum hans er að gagnrýna það að Einar Ólafur, Sigurð-
ur Nordal og margir lærisveinar þeirra, jafnvel flestir fræðimenn fram á okk-
ar daga, skuli miða nær eingöngu við eiginleika og gjörðir persóna í sögu-
skýringum sínum og meta „ósigur" Oddaverja út frá hugmyndum sínum
um hæfileika einstakra manna og lyndiseinkunnir þeirra. Það leiðir oftast til