Saga - 1988, Síða 284
282
RITFREGNIR
yfirborðskenndra og ófullnægjandi skýringa og Jóni Thor nægir að sýna fram
á þetta.
En þótt sú aðferð að leita orsakaskýringa í persónum, eiginleikum þeirra
og athæfi bjóði oftast upp á heldur einhæfar og fátæklegar skýringar, hefur
hún orðið lífseig. Fróðlegt hefði verið að fá umfjöllun Jóns Thors um það af
hverju aðferðin er lífseig. Það er sennilega m.a. af því að hún gefur kost á
grípandi og einfaldri framsetningu. Líklega mun mörgum hafa þótt óárenni-
legt að skrifa læsilega um Oddaverja, og sögu þjóðveldisaldar almennt, án
þess að beita lyndiseinkunnum í orsakaskýringum.
Meðal þess sem gerir lyndiseinkunnir vandmeðfamar sem orsakaskýring-
ar er fæð heimilda og hversu oft er snúið að túlka þær um svo óáþreifanleg
efni. Menn grípa þá til þess að láta hugboð sitt og tilfinningu ráða túlkuninni
og má vera að Jón Thor sé ekki alveg laus við slíkt sjálfur, þrátt fyrir gagnrýni
sína, til dæmis er Magnús Gissurarson talinn hafa verið „Haukdæli fram í
fingurgóma" (bls. 17), „nagandi öryggisleysi" er sagt hafa hrjáð Oddaverja
og „eitthvað vonleysislegt" er við framkomu Hrafns Sveinbjamarsonar (bls.
54) en Haukdælir era sagðir hafa einkennst af „aðdáanlegri ró og festu" (bls.
53). Þetta kemur þó hvergi að sök fyrir meginkenningu bókarinnar.
Skýring Jóns Thors á því að veldi Oddaverja hnignaði, sú að Ámesþing
hafi verið fjölmennara en Rangárþing og veitt meiri tekjur og liðsafla í her-
ferðum, byggist ekki síst á skattbændatalinu frá 1311. Þar kemur fram að
skattbændur á milli Jökulsár og Þjórsár era 268 en á svæðinu milli Þjórsár og
Botnsár hins vegar 660. í upphafi 13. aldar vora Haukdælir valdamesta ættin
í Ámesþingi, kannski eina valdaættin þar, en spyrja má hvort þeir hafi átt
ítök í Kjalamesþingi, á milli Ámesþings og Botnsár? Ég kannast ekki við það
og tel þurfa, til að fá eðlilegan samanburð á milli valdsvæða, að draga fjölda
skattbænda í þinginu frá tölunni 660 en það er auðvitað hægara sagt en gert.
Mér dettur helst í hug að bera saman við fjölda lögbýla um 1700. Samanlagt
vora 213 lögbýli í Gullbringu- og Kjósarsýslu sem dragast frá 660 og ættu þá
að hafa verið 447 lögbýli í Ámesþingi en þau vora reyndar um 100 færri um
1700 eða 346. Eins og bent hefur verið á, hljóta að vera skekkjur í skatt-
bændatalinu frá 1311 og verður talan 660 að teljast fremur gransamleg. Jón
Thor bendir reyndar á þetta sjálfur þegar hann ritar: „268 era aðeins 40.6% af
660, og það er fjarstæða. Svo mikill getur mismunur íbúafjöldans ekki hafa
verið." (Bls. 52.)
Jón Thor bendir á að Ámesingar skyldu samkvæmt Járnsíðu senda 20
nefndarmenn til alþingis en Rangæingar 15 og tölumar í Jónsbók hafi verið 12
og 8. Þetta segir ekki mikið, kannski ekkert, um fólksfjölda heldur er fyrst og
fremst miðað við að styst var fyrir Ámesinga að sækja þingið og má benda á
til samanburðar að jafnmargir skyldu koma úr Þverárþingi sem úr Rangár-
þingi en aðeins sex úr Múlaþingi.
Þá bendir Jón Thor enn á að árið 1703 var íbúafjöldi Rangárþings rúmlega
82% af íbúafjölda Ámesþings og telur þetta vera vísbendingu um að Odda-
verjar hafi haft færra fólk á bak við sig en Haukdælir.
Erfitt er að álykta mikið út frá ímynduðum fólksfjölda um 1220, fjöldi lög-
býla er skárri kostur til ályktana um „vægi" héraða en skástur allra er líklega