Saga - 1988, Page 285
RITFREGNIR
283
gamla jarðamatið enda koma fræðimenn sér almennt saman um að það hafi
ekki breyst að marki frá um 1100. Samanburður á samanlögðu jarðamati Ár-
nesþings annars vegar og Rangárþings hins vegar ætti að geta gefið góða vís-
bendingu um „vægi" héraðanna um 1220. Talið er að samanlagt mat allra
jarða í Ámesþingi hafi verið 7410 hundruð en í Rangárþingi 6013 hundruð
um 1700.1
Hér virðist vera töluverður munur en vandinn er sá að óljóst er hversu víð-
lent hið eiginlega valdsvæði Oddaverja, Rangárþing, var um 1220. Núver-
andi sýslumörk Rangárþings eru við Jökulsá á Sólheimasandi (reyndar
Sýslulæk rétt hjá) en um 1200 sóttust Oddaverjar mjög eftir völdum fyrir
austan Jökulsá (Fúlalæk) og öttu þar kappi við Svínfellinga. Jón Loftsson átti
sem kunnugt er Höfðabrekkuland og er langeðlilegast að álykta að mörk
valdsvæðanna hafi verið á milli Amarstakksheiðar og Hjörleifshöfða, eins og
ég mun reyna að rökstyðja annars staðar. En vegna þessa ætti að bæta Dyr-
hólahreppi við svæði Oddaverja, um 1700 var þar 31 lögbýli, metin til 826
hundraða. Svo er sjálfsagt rétt að bæta Vestmannaeyjum við áhrifasvæði
Oddaverja og enn verður að muna að hinn mesti fjöldi býla hefur farið í eyði
í Rangárþingi síðan um 1200 en eyðingin í Árnesþingi er miklu minni.
Niðurstaða mín verður sú að fjöldi jarðahundraða kunni að hafa verið álíka
mikill á svæðum Haukdæla og Oddaverja.
Þá er enn á það að líta að Oddaverjar virðast hafa komið hinni bestu skip-
an á kvaðir og innheimtu á valdsvæði sínu, samanber osttoll sem skyldi
goldinn til Odda af öllum bæjum í Rangárþingi og fleiri gjöld, en ekki þekkist
neitt svipað á svæði Haukdæla.
Fyrir hverjum biðu Oddaverjar eiginlega ósigur um 1220, voru það fremur
Haukdælir en Sturlungar? Kannski töpuðu þeir fyrir báðum, þetta er mats-
atriði. Jón Thor útnefnir Haukdæli sem sigurvegara og er það réttlætanlegt
svo langt sem það nær. Höfuðandstæðingar Oddaverja voru hins vegar
Svínfellingar, Ásbimingar og Sighvatur Sturluson. Um 1200 treystu þeir Kol-
beinn Tumason og Sighvatur sér ekki til að styðja Svínfellinga gegn Odda-
verjum en um 1220 er allt breytt af því að Haukdælir snúast gegn Oddaverj-
um líka og ganga til liðs við hina en áður höfðu Haukdælir jafnan átt ágætt
samstarf við Oddaverja. Veldi Haukdæla og Oddaverja byggðist ekki síst á
gagnkvæmum stuðningi eða hlutleysi en þegar Loftur Pálsson fór að Bimi
Þorvaldssyni og felldi hann, var úti um samstarfið og gagnaði ekki þótt
Sæmundur Jónsson reyndi mikið til að koma því á aftur. Oddaverjar biðu
því ekki ósigur fyrir Haukdælum einum heldur þeim og Svínfellingum,
Ásbimingum og Sighvati Sturlusyni sameinuðum.
Sá sem virðist hafa hagnast mest á ósigri Oddaverja, efnalega, var hins
vegar Snorri Sturluson. Jón Thor vitnar til þess sem Bjöm Þorsteinsson ritar
að Snorri „hreppti ekkjuna og goðorðið" og bætir við að orðin um goðorðið
séu „án minnsta stuðnings heimilda og hefði að mínu áliti verið fásinna,
miðað við það hvemig deilunni lyktaði" (bls. 53). Annars staðar segir Jón að
1 Tölumar um jarðahundruð og fjölda lögbýla eru sóttar í rit Bjöms Lárussonar,
Islands jordebok under förindustriell tid.