Saga - 1988, Síða 289
Aðalfundur Sögufélags 1988
Aöalfundur Sögufélags var haldinn í veitingahúsinu Duus í Fischersundi
laugardaginn 30. apríl 1988 og hófst kl. 2 e.h. Til fundar komu um 100 félags-
menn.
Forseti félagsins, Einar Laxness, setti fundinn og bauð fundarmenn vel-
komna. Hann minntist í upphafi þeirra félagsmanna, sem stjóminni var
kunnugt um, að hefðu látizt frá því síðasti aðalfundur var haldinn. Peir
vom: Ásgeir Blöndal Magnússon, fyrrv. orðabókarritstjóri, Bjöm Svein-
bjömsson, fyrrv. hæstaréttardómari, Einvarður Hallvarðsson, fyrrv. starfs-
mannastjóri Landsbankans, Friðrik Kárason, verkamaður, Guðmundur
Valgeirsson, verkamaður, Hrólfur Halldórsson, framkvæmdastjóri, Ingólfur
Pálmason, lektor, Óli Halldórsson, Gunnarsstöðum, Þistilfirði, Ragnar H.
Ragnar, fyrrv. skólastjóri, Ragnar Stefánsson, fyrrv. menntaskólakennari,
Þórður Jónsson, Látrum, Þórður Sigurbjömsson, tollvörður.
Fundarmenn risu úr sætum til heiðurs minningu hinna látnu félags-
manna.
Forseti tilnefndi Helga Þorláksson sem fundarstjóra og Auði Magnúsdótt-
ur sem fundarritara.
Skýrsla stjórnar. Forseti flutti yfirlitsræðu um starfsemi Sögufélags frá síðasta
aðalfundi, sem haldinn var 2. maí 1987. Hinn 15. júní hafði stjórnin komið
saman til fundar og skipt með sér verkum skv. félagslögum: Einar Laxness
var endurkjörinn forseti, Heimir Þorleifsson gjaldkeri og Sigríður Th. Er-
lendsdóttir ritari; aðrir aðalstjómarmenn vom Anna Agnarsdóttir og Ólafur
Egilsson; varamenn vora Halldór Ólafsson og Helgi Skúli Kjartansson, sem
einnig sátu stjórnarfundi, ásamt ritstjórum Sögu, Sigurði Ragnarssyni og
Sölva Sveinssyni, svo og verzlunarstjóra, Ragnheiði Þorláksdóttur. Á liðnu
stjómartfmabili vora haldnir átta formlegir stjórnarfundir, auk annarra
óformlegra funda til umfjöllunar um viðfangsefnin á líðandi stund. Af-
greiðsla hefur sem fyrr verið í Fischersundi undir daglegri stjóm Ragnheiðar
Þorláksdóttur; naut hún aðstoðar Sigrúnar Höskuldsdóttur, sem einnig ann-
aðist tölvusetningu og bókhald fram á sl. haust, en þá tók Auður Magnús-
dóttir við og hefur verið í starfi hjá félaginu síðan, að mestu í afgreiðslu.
Á tímabilinu frá síðasta aðalfundi hafa verið gefin út tvö hefti af tímaritinu
Sögu, hvort með sínu sérstaka sniði.
Ný Saga, tímarit Sögufélags, 1. árg. 1987, sem boðuð var á síðasta aðalfundi,
sá dagsins ljós eftir allnokkrar fræðingarhríðir fyrri hluta september. Hafði
verið gert ráð fyrir, að útkomutími yrði að vori, en ýmsar tafir komu í veg fyr-
ir það, og má telja til byrjunarörðugleika. Ritið var í stærra broti en hin hefð-
bundna Saga, og blaðsíðufjöldi liðlega 100. Stefnan var sú að hafa efni sem