Saga - 1988, Qupperneq 290
288
AÐALFUNDUR SOGUFÉLAGS 1988
aðgengilegast með líflegri uppsetningu, m.a. ríkulega myndskreytt, greinar
styttri en í eldri Sögu, stefnt að ýmsum föstum liðum, skoðanaskiptum,
kunnir menn lýsa viðhorfum sínum til sögu og sagnfræði, minnzt sögulegra
tímamóta o.s.frv. Þetta hefti var því fjölbreytt að efnisvali og hið áhugaverð-
asta fyrir alla söguunnendur. Um 14 höfundar áttu þar greinar, viðtöl, bóka-
þátt; stuttur efnisútdráttur greina var á ensku, og var heftið mikið mynda-
blað öðrum þræði. í ritnefnd Nýju Sögu störfuðu allmargir ungir sagnfræð-
ingar meira og minna: Agnes S. Arnórsdóttir, Eggert Þ. Bernharðsson
(skráður ábyrgðarmaður), Guðmundur Hálfdanarson, Guðmundur Jónsson
(fulltrúi stjórnar félagsins), Margrét Guðmundsdóttir, Ólafur Ásgeirsson,
Ragnheiður Mósesdóttir, Sumarliði ísleifsson og Sveinn Agnarsson. Útlits-
hönnun og forsíðumynd gerði Guðjón Ingi Hauksson, en setning, umbrot,
filmuvinna, litgreining, prentun og bókband var unnið af Prismu í Hafnar-
firði.
Kvaðst forseti vona, að þessi nýbreytni hafi fallið félagsmönnum í geð, þó
svo að ekki hafi sýnileg fjölgun enn orðið af þessu tilefni, en stæði vafalaust
til bóta, ef tilraunin héldi áfram, svo sem ráðgert væri. Færði forseti hinu
unga og framtakssama fólki, sem vann að Nýju Sögu, beztu þakkir fyrir
starfið, sem að þessu sinni var unnið í sjálfboðavinnu.
Saga, tímarit Sögufélags 1987, 25. bindi, þ.e. hin gamla og hefðbundna Saga,
kom út í miðjum desember í ritstjórn Sigurðar Ragnarssonar og Sölva
Sveinssonar. Þetta bindi var 290 bls. að stærð - 75 bls. minna en árið áður,
enda að því stefnt að minnka ritið að blaðsíðutölu, sem nemur hinni nýju
Sögu, svo að kostnaði og árgjaldi verði stillt í hóf. í Sögu voru greinar og rit-
gerðir eftir átta höfunda, auk fjölda ritfregna. Ritið var að mestu sett á tölvu
Sögufélags, en aðra prentvinnu unnu fleiri en eitt fyrirtæki: Ljóshnit vann
umbrot, Repró filmugerð, Grafík prentun og Amarfell bókband. Forseti
kvað Sögu vera kjölfestu félagsins, sem það stæði og félli með, enda teldust
þeir einir félagsmenn, sem keyptu ritið. Það væri því vaxandi vandamál, að
kaupendum hefði nokkuð fækkað frá því sem talan var, er hún komst hæst
(1400-1500 manns). Talsvert bæri á því, að menn leystu ekki ritið úr pósti, en
væru hins vegar reiðubúnir til að kaupa það, ef þeim væri fært það heim að
dyram. Þetta ylli félagsstjóm áhyggjum, þar sem það yki allan kostnað og
veikti grandvöll félagsins.
Þessu næst vék forseti að verkefnum framundan.
Nýja Saga, 2. árg. 1988, er í burðarliðnum, kemur væntanlega út í maímán-
uði, ef svo fer sem horfir. Stjórn félagsins réð Ragnheiði Mósesdóttur til að
vera ritstjóri, en hún hefur að öðru leyti frjálst val á samstarfsfólki; einkum
hefur Eggert Þ. Bernharðsson verið henni til aðstoðar.
Saga 1988, 26. bindi, er í undirbúningi og mun koma á haustdögum, ef að
líkum lætur, svo að vinna megi upp þá tímatöf, sem varð á sl. ári; eðlilegast
kvað forseti, að Nýja Saga kæmi í apríl, en sú hefðbundna í október. Ritstjór-
ar þessa árgangs verða hinir sömu og fyrr.
Forseti gerði síðan grein fyrir öðram útgáfubókum, sem stefnt er að útgáfu
á, á komandi stjómartímabili: