Saga - 1988, Page 291
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1988
289
íslandssaga frá upphafi byggðar til nútíma, í einu bindi, um 450 bls., ríku-
lega myndskreytt, og gerð þannig úr garði, að hún geti orðið almennings-
eign, - bók, kjörin til tækifærisgjafa og ómissandi gripur í bókasafni hvers
heimilis. Aðalhöfundur er dr. Björn Þorsteinsson, - hans síðasta verk, - en
meðhöfundur að tímabilinu frá 1904-1974 er Bergsteinn Jónsson, ritstjóri er
Helgi Skúli Kjartansson; af hálfu Sögufélags hafa Anna Agnarsdóttir og
Magnús Þorkelsson tekið að sér að vera í ritnefnd, en myndaritstjórar eru
Auður Magnúsdóttir og Hrefna Róbertsdóttir. Allt kapp verður lagt á það að
gera þessa bók sem vandaðasta og eigulegasta. Um útkomutíma er það að
segja, að stefnt er á fyrri hluta næsta árs.
Afmælisrit Magnúsar Más Lárussonar, fyrrv. sagnfræðiprófessors við
Háskóla íslands, sem varð sjötugur á sl. hausti, er í undirbúningi. Þrír
nemendur og samstarfsmenn próf. Magnúsar hafa haft forystu fyrir þessu
riti, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Jónas Gíslason og Gunnar Karlsson. Gert er
ráð fyrir, að ritgerðir verði eftir um 18 höfunda, íslenzka og erlenda, auk
hefðbundinnar tabula gratulatoria; hefur söfnun á tabulu staðið yfir frá sl.
hausti.
Rit um presta, sem héldu skóla á heimilum sínum, er einnig í undirbúningi,
eins og boðað var á síðasta aðalfundi. Þar munu rita þætti 10-15 höfundar,
sem urðu slíkrar fræðslu aðnjótandi. Sr. Sigurjón Einarsson á Kirkjubæjar-
klaustri hefur unnið að söfnun efnis; því miður hafa ekki öll handrit skilað
sér enn, svo að útgafan mun eitthvað dragast, en stefnt er að henni sem
fyrst. Þetta er áhugavert efni og menningarsögulegur þáttur, sem vert er að
gera skil.
Um frekari verkefni hafði forseti þetta að segja:
Eins og mörgum eldri félagsmönnum Sögufélags er kunnugt, gáfu
þeir Agnar Kl. Jónsson og Jón Steffensen félaginu handrit af verkum
sínum til útgáfu, Agnar Stjórnarráð íslands 1904-1964 og Jón Steffen-
sen ritgerðasafnið Menning og meinsemdir, hvort tveggja stórmerk
fræðirit, sem mikill heiður var fyrir Sögufélag að gefa út og félaginu
gríðarleg lyftistöng. Nú hefur félaginu áskotnazt ný gjöf, þar sem er
handrit Tryggva Þórhallssonar, fyrrv. forsætisráðherra, að verki
hans um siðaskiptin á íslandi, sem hann ritaði á sínum tíma sem sam-
keppnisritgerð um embætti við Háskóla Islands, og hefur það legið
óprentað síðan. Það eru böm Tryggva Þórhallssonar, sem standa að
baki þessari gjöf og hafa heitið fjárstuðningi til að kosta útgáfuna, en
Sögufélag mun að öðru leyti gefa út. Klemens Tryggvason, fyrrv.
hagstofustjóri, sonur Tryggva Þórhallssonar, mun annast útgáfuna í
samráði við félagsstjóm. Þetta er rausnarleg gjöf og sómi fyrir félagið
að leggja lið útgáfu þessa rits Tryggva Þórhallssonar; með því lagði
hann inn á fræðimannsbraut, sem þó varð styttri en skyldi, þar sem
hann sneri sér alfarið að umfangsmiklum stjómmálastörfum sem rit-
stjóri, alþingismaður og forsætisráðherra, eftir að hann hlaut ekki
embætti við Háskólann. Er hann síðan hvarf af vettvangi stjómmál-
anna, tóku forlögin í taumana og hann féll frá í blóma lífsins rúmlega
19