Saga - 1988, Page 292
290
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1988
hálffimmtugur, öllum harmdauði. Ég færi börnum Tryggva Þórhalls-
sonar kærar þakkir fyrir rausnarlega gjöf þeirra og vinsemd í garð
Sögufélags. Stefnt er að því, að ritið komi út á næsta ári, í tilefni
hundrað ára afmælis höfundarins.
Forseti gat þess, að leggja yrði áherzlu á að halda áfram og ljúka fyrri verk-
efnum heimildarita. Bæri þar fyrst að nefna Alþingisbækur íslands, 17. bindi,
þ.e. lokabindið, sem tekur yfir árin 1791-1800, er hið forna Alþingi leið undir
lok. Síðasta bindið er senn tilbúið til prentunar, og er í umsjón Gunnars
Sveinssonar sem fyrr og með stuðningi Alþingis. Þegar lokabindið er komið
út verður eitt af framtíðarverkefnum að gefa út fyrstu bindi Alþingisbókanna,
sem uppseld eru, að nýju og endurvinna þau að einhverju leyti til samræmis
við síðari bindi; fer svo oft um ritröð, þar sem áratugir skilja á milli upphafs-
binda og hinna síðari.
í öðru lagi væri brýnt að ljúka útgáfu Landsnefndarskjala 1770-71, a.m.k.
koma út 3. bindi með registri yfir öll bindin, en tvö hin fyrri komu út 1958-60
í umsjón Bergsteins Jónssonar. Til verksins hefur fengizt styrkur úr Vísinda-
sjóði, og mun Helgi Skúli Kjartansson, sem tekið hefur að sér umsjón
verksins, væntanlega snúa sér að því, þegar hann hefur lokið starfi við
útgáfu íslandssögunnar.
Þá nefndi forseti heimildarit af svipuðum toga og birzt hafa í Safni Sögufé-
lags (ísland eftir Vetter og Crymogæa eftir Amgrím lærða), en 3. bindið í þeim
flokki mun verða íslandslýsing Resens í þýðingu dr. Jakobs Benediktssonar.
Ennfremur nefndi forseti Sýslu- og sóknalýsingar Skaftafellssýslna 1839-43,
sem verið hafa í undirbúningi, og e.t.v. væri fleira í þeim flokki, sem vert
væri að gefa út, m.a. Múlasýslur.
Þá kvað forseti Safn til sögu Reykjavíkur engan veginn til lykta leitt, og hlyti
framhald þess að koma á dagskrá áður en á löngu liði. Nú biði nýrrar stjórnar
að móta stefnuna varðandi frekari heimildaútgáfu á komandi árum.
Á vegum Hins íslenzka fræðafélags í Kaupmannahöfn, sem Sögufélag
hefur verið umboðsaðili fyrir hérlendis í nær áratug, er senn lokið miklu
verki, endurútgáfu Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalins; nú eru kom-
in út tíu bindi, hið 10. í röðinni var Eyjafjarðarsýsla, en á næstunni kemur
lokabindið, sem tekur yfir Þingeyjarsýslur. Þá er gert ráð fyrir, að við taki í
tveimur bindum frumútgáfa ýmissa skjala, sem varða jarðabókarverkið, auk
registra yfir öll bindin. Að því verki vinnur Gunnar F. Guðmundsson cand.
mag.
Forseti Sögufélags, Einar Laxness, sagði síðan:
Góðir félagsmenn! Nú á þessum aðalfundi eiga þrír stjórnarmenn að
ganga úr stjóm skv. félagslögum eða leita endurkjörs til tveggja ára.
Þessir stjórnarmenn eru Anna Agnarsdóttir, Ólafur Egilsson og Sig-
ríður Th. Erlendsdóttir. Tvö þau síðamefndu gefa ekki kost á sér að
nýju til stjómarsetu: Ólafur Egilsson, sem nú er búsettur erlendis
sem sendiherra í Englandi, og setið hefur í stjóm frá 1982, og Sigríð-
ur Th. Erlendsdóttir, en hún hefur setið í stjóm Sögufélags í fullan
áratug eða frá vori 1978, síðustu fjögur árin sem ritari stjómar. Um
leið og þau láta nú af störfum vil ég færa þeim Ólafi og Sigríði hug-