Saga - 1988, Page 293
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1988
291
heilar þakkir fyrir störf þeirra í þágu Sögufélags og íslenzkrar sagn-
fræði. Þann áratug, sem ég hef gegnt starfi forseta, hefur Sigríður
Th. Erlendsdóttir setið með mér í stjórn félagsins. Hún hefur reynzt
virkur og einarður talsmaður þessa félags, sem ánægjulegt hefur ver-
ið að starfa með og gott að eiga að; ég þakka henni alveg sérstaklega
fyrir samstarfið í áratug og vona, að Sögufélag megi njóta liðsinnis
hennar, þótt með öðrum hætti verði en áður. Ég veit, að samstarfs-
menn okkar í stjóm á þessum ámm taka undir með mér í þökk til Sig-
ríðar Th. Erlendsdóttur.
Sá, sem hér stendur, var kjörinn í varastjóm Sögufélags í ársbyrj-
un 1961 eða fyrir rúmlega 27 áram, en haustið 1965, þegar Bjöm Þor-
steinsson varð forseti, var fyrst tekinn upp sá háttur að kveðja vara-
menn reglulega til stjómarfunda og hefur sú venja síðan haldizt.
Sæti tók ég í aðalstjóm haustið 1966 og hef því setið þar nú á 22. ár;
síðustu tíu árin eða frá aðalfundi vorið 1978 hef ég notið trausts
stjórnar og félagsmanna til að gegna störfum forseta félagsins. Af
þessu er ljóst, að nú er mál að linni; þess vegna hef ég ákveðið að
biðjast undan lengri setu í stjóm Sögufélags frá og með þessum aðal-
fundi og óska eftir, að nýr maður verði kjörinn í sæti mitt til næsta
aðalfundar, þegar tveggja ára kjörtímabili með réttu lýkur. Þessi
þráseta mín er orðin alltof löng og nauðsyn, að nýtt fólk, yngra og
ferskara, taki við undir forystu nýs forseta. Og nú þegar þáttaskil
verða, vil ég þakka fyrir það traust, sem mér hefur verið sýnt, þakka
fyrir að hafa fengið að sinna þessu hugðarefni, ásamt fjölda mætra
karla og kvenna í gegnum árin. Ég vil vona, að starfið hafi borið
árangur, hafi verið til nokkurs gagns fyrir íslenzka sagnfræði, útgáfu
heimildarita og annarra þeirra rita, sem til sögu teljast.
Leyfist mér að líta yfir farinn veg þennan síðasta áratug, sem ég
hef verið í forsvari fyrir Sögufélag og nefna eftirfarandi:
Af heimildaútgáfum hefur verið reynt að vinna að því að ljúka
elztu og stærstu ritröðinni, Alþingisbókum íslands, sem hófu útkomu
1912; 15. og 16. bindi hafa komið út á þessum ámm, en herzlumun-
inn vantar, þ.e. lokabindið, sem þó er á góðum vegi og sér fyrir end-
ann á eins og fyrr er getið. Útgáfa Landsyfirrétlar- og hæstaréttardóma í
íslenzkum málum 1802-74 hefur verið leidd til lykta með 10. og 11.
bindi, en sú útgáfa hófst 1916.
Safn til sögu Reykjavíkur hefur haldið áfram, út hafa komið 5. og 6.
bindi, Ómagar og utangarðsfólk eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson og
Sveitin við sundin eftir Þómnni Valdimarsdóttur. Það síðamefnda var
eina ritið, sem út kom á 200 ára afmæli Reykjavíkur sumarið 1986,
enda vel tekið. Safn Sögufélags, nýr heimildaflokkur, hefur hafið
göngu sína með tveimur bindum, íslandi eftir Tékkann Vetter og Cry-
mogæu Amgríms lærða, og 3. bindi í undirbúningi. Sýslu- og sóknalýs-
ingar Árnessýslu 1839-43 hafa komið út og fleiri em í undirbúningi.
Afmælisrit til heiðurs sagnfræðingum og fræðimönnum, í tilefni
merkisafmælis, hafa verið gefin út: Söguslóðir, til heiðurs Ólafi Hans-