Saga - 1988, Qupperneq 294
292
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1988
syni (1979), Konur skrifa, til heiðurs Önnu Sigurðardóttur (1980), Vest-
ræna, til heiðurs Lúðvík Kristjánssyni (1981), Eldur er í norðri, til heið-
urs Sigurði Þórarinssyni (1982); í undirbúningi er rit til heiðurs
Magnúsi Má Lárussyni. Allt eru þetta merkisrit sem fengur er að.
Geta má „afmælisrita" af öðru tagi, sem út hafa komið hjá Sögufé-
lagi: Snorri átta alda minning, með ritgerðum eftir sex höfunda um
Snorra Sturluson, og Jón Sigurðsson forseti, 1811-1879, yfirlit um ævi
og starf í máli og myndum eftir þann, sem hér talar. Bókin var gefin
út í tilefni aldarártíðar Jóns forseta 7. desember 1979, og var eina ritið
um forseta, sem út kom á ártíð hans.
Af öðrum ritum þessa tímabils, sem ég vildi minnast á, eru Islensk
miðaldasaga, 1. og 2. útgáfa (1978 og 1980) eftir dr. Björn Þorsteinsson,
sem undirritaður sá að mestu leyti um að búa til prentunar. Þá má
telja okkur forsvarsmönnum Sögufélags undanfarin ár til tekna, að
félagið gerðist umboðsaðili fyrir Hið íslenzka fræðafélag í Kaup-
mannahöfn, sem á þessu ári hefur nær lokið við að endurútgefa
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns í ellefu bindum, gefið út
Mývatnsbók dr. Péturs Jónassonar og lokið stórmerkri útgáfu Bréfa
Bjarna Thorarensens í umsjón próf. Jóns Helgasonar. Hér við má bæta,
að tímaritið Saga hefur verið gefið út reglulega á þessum áratug, auk-
ið að fjölbreytni að mörgu leyti, með fleiri ritdómum, auknu mynda-
efni, fréttum frá félaginu o.s.frv., og jafnframt tekin upp sú
nýbreytni að gefa út annað hefti í nýju formi, þ.e. Nýja Sögu. Óg síð-
ast en ekki sízt hefur félagsmannafjöldi aukizt á þessum tíma, enda
þótt nokkuð hafi fækkað aftur á allra síðustu árum.
Þessari upptalningu skal lokið, en mér þótti við hæfi, þó að ekki
væri nema stuttlega, að gera úttekt á störfum okkar í Sögufélagi sl.
tíu ár. Um leið skal þakkaður sá fjárstuðningur, sem félagið hefur
notið frá ýmsum aðilum. Skal þar einkum nefna: Alþingi, Reykjavík-
urborg, Vísindasjóð, Þjóðhátíðarsjóð og Þýðingarsjóð. Án þessa
stuðnings hefði verk okkar orðið stórum örðugra, ef ekki illmögulegt
í mörgum tilfellum.
Það hefur verið ánægjulegt og skemmtilegt að hafa fengið tækifæri
til að vinna fyrir Sögufélag á liðnum árum. Fyrir mig persónulega
hefur það verið áhugavert að fá að halda áfram því starfi sem afi
minn, Einar Arnórsson, hæstaréttardómari, gegndi um langa hríð;
hann var forseti félagsins um 20 ára skeið, 1935-55, en í stjórn félags-
ins sat hann allt frá árinu 1910 eða í 45 ár, lengur en nokkur annar.
Auk þess vann hann sjálfur mikið að útgáfu ýmissa rita fyrir félagið,
svo sem Alþingisbóka, Landsyfirréttardóma, Blöndu og var fyrsti ritstjóri
Sögu. Allt var mér þetta mæta vel kunnugt frá æsku- og unglingsár-
um, löngu áður en ég gerðist stjómarmaður félagsins. í húsi Einars,
afa míns, var geymdur bókalager félagsins, og á skrifstofu hans á hei-
milinu að Laufásvegi 25 vom stjómarfundir haldnir í hans forsetatíð.
Mér em frá þessum ámm minnisstæðir ýmsir kunnir menn, sem í
stjórninni sátu og komu til að þinga um málefni Sögufélags með afa