Saga - 1988, Qupperneq 295
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1988
293
mínum. Ég man vel eftir þeim Þorsteini Þorsteinssyni, hagstofu-
stjóra, Guðna Jónssyni, magister, Hallgrími Hallgrímssyni, bóka-
verði, Bimi Þórðarsyni, síðar forsætisráðherra, prófessorunum Þor-
keli Jóhannessyni og Jóni Jóhannessyni, en tveir hinir síðastnefndu
áttu eftir að verða sögukennarar mínir í Háskóla íslands. Manni
fannst, unglingnum, á þeim tíma, að þessir menn væru allir komnir
á efri ár, þeir voru alvarlegir og virðulegir í fasi, helzt ungs manns
bragur á þeim, sem skammlífastur varð, en það var prófessor Jón
Jóhannesson, sem einna mestar vonir voru bundnar við til afreka á
sviði sagnfræði á þessum árum.
Og svo kom þar, að mörg síðustu ár afa míns sem forseta Sögufé-
lags leitaði hann til mín um lestur prófarka með sér á Alþitigisbókum,
Landsyfirréttardómum o.fl. Þannig urðu mín fyrstu kynni af útgáfu-
bókum félagsins, og það væru ýkjur að segja, að ég hafi alltaf
skemmt mér við þennan lestur, en óneitanlega voru þetta lærdóms-
rík kynni af þessum merku heimildaritum íslenzkrar sögu. Það var
því ósköp eðlilegt, er ég var byrjaður sögunám í Háskólanum, að ég
færi að sækja aðalfundi Sögufélags; þeir voru þá haldnir í skrifstofu
rektors í Háskólanum undir stjóm Þorkels rektors Jóhannessonar,
sem tók við forsetastarfi af Einari, afa mínum. En ósköp voru þetta
fámennir fundir! Þama var aðeins saman komin stjóm félagsins og
örfáir menn aðrir. Kona sást ekki! Ég man eftir, að af yngri mönnum
vomm við Bergsteinn Jónsson helzt þarna á fundum. Árið 1959 lauk
ég svo cand. mag. prófi í sögu og þá var það Þorkell Jóhannesson,
sem bað mig að búa lokaprófsritgerð mína um Jón Guðmundsson rit-
stjóra til prentunar á vegum Sögufélags, sem ég og gerði, og kom
hún út haustið 1960. Þar með tengdist ég félaginu á ný, ef svo mætti
segja, og um veturinn eða í janúar 1961, var ég kosinn til setu í vara-
stjórn, sem fyrr sagði, ásamt Bergsteini Jónssyni, og áttum við síðan
eftir að starfa saman í Sögufélagi til ársins 1978.
Nú, þá er ég að vissu leyti kominn í hring, - svona mætti lengi
halda áfram að rifja upp persónuleg skipti mín og Sögufélags, en hér
skal senn staðar numið. Þó get ég ekki látið hjá líða að nefna til sög-
unnar þann mann, sem svo lengi var forseti félagsins, Bjöm Þor-
steinsson, en við hann átti ég langt og gott samstarf, bæði í Sögufé-
lagi og á öðrum vettvangi. Við þetta tækifæri langar mig til að endur-
taka orð mín úr minningargrein um Bjöm: „Bjartsýni Bjöms, elja og
ósérplægni, skilaði Sögufélagi langt fram á veginn, svo að það er
óhætt að fullyrða, að hann hafi í raun og vem endurreist félagið, lagt
gmndvöll að velgengni þess, þegar samkeppni í bókaútgáfu fór vax-
andi og erfiðleikar vegna verðbólgu steðjuðu að. Hann kom á fót
daglegri afgreiðslu fyrir félagið 1975, með fastráðnum starfsmanni,
en af því leiddi fljótlega aukinn félagsmannafjölda og gróskumikla
starfsemi. Eldmóður hans eggjaði menn til dáða í þágu Sögufélags."
Það féll sem sagt í minn hlut að freista þess að halda áfram, svo
sem mér var unnt, að vinna í anda þessara tveggja annars ólíku