Saga - 1988, Page 296
294
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1988
manna, afa míns, Einars Arnórssonar, og vinar míns, Björns Þor-
steinssonar, að framgangi Sögufélags og íslenzkrar sagnfræði, og ég
vona, að það hafi tekizt að einhverju leyti, svo að okkur hafi „munað
nokkuð á leið".
Ég vil þakka félagsmönnum Sögufélags fyrir stuðning þeirra við
félagið á liðnum árum, og það traust, sem þeir hafa sýnt mér og sam-
starfsmönnum mínum í stjóm félagsins. Ég vænti þess, að menn láti
ekki deigan síga, en haldi áfram róðrinum ótrauðir. Sögufélag á
miklu hlutverki að gegna í íslenzku menningarlífi, ekki síður nú en
þegar það var stofnað í upphafi þessarar aldar, kannski miklu
fremur. Það mun lengi enn kalla á fólk til dáða undir það merki, sem
reist var í öndverðu. Varðveizla þjóðlegs menningararfs - sögu,
tungu og bókmennta - er háleitt markmið og í þágu þess hefur Sögu-
félag unnið alla tíð. Megi svo verða áfram.
Ég vil að lokum færa stjómarmönnum öllum, verzlunarstjóra, rit-
stjómm Sögu og öðru starfsfólki fyrr og síðar kærar þakkir fyrir ágæt
störf og góða samvinnu. Ekki sízt langar mig til að beina alveg sér-
stökum þökkum til Ragnheiðar Þorláksdóttur, Heimis Þorleifssonar,
Önnu Agnarsdóttur og Sigurðar Ragnarssonar fyrir langt og ánægju-
legt samstarf bróðurpartinn af þeim tíma, sem ég hef verið forseti
félagsins. Öll hafa þau lagt sig fram um að vinna félaginu sem mest
gagn af ríkum áhuga og ósérhlífni: Ragnheiður stjórnað hinum dag-
legu störfum af skömngsskap nú í nær 13 ár, Heimir haft ábyrgð á
fjármálum sem gjaldkeri, Sigurður ritstýrt Sögu og Anna verið í
stjóminni nú í sex ár. Með þeim hefur verið gott að vinna, og því
ítreka ég þakkir mínar til þeirra í þeirri vissu, að félagið er hjá þeim
í góðum höndum. Að svo mæltu óska ég Sögufélagi alls velfamaðar
á ókominni tíð.
Að lokinni ræðu forseta þakkaði fundarstjóri hvatningarorð til Sögufélags,
en Ragnheiður Þorláksdóttir þakkaði Einari Laxness gott samstarf og vel
unnin störf í þágu félagsins, svo og öðmm fráfarandi stjómarmönnum. F.h.
félagsins afhenti hún fráfarandi forseta og stjórnarmanni, Sigríði Th. Er-
lendsdóttur, þakklætisvott frá félaginu.
Reikningar. Heimir Þorleifsson, gjaldkeri, lagði fram og skýrði reikninga
Sögufélags fyrir árið 1987, sem lágu fyrir á fundinum, undirritaðir af kjöm-
um endurskoðendum félagsins, en unnir af fyrirtækinu Endurskoðun og
reikningsskil sf.
Orðið var gefið laust um skýrslu forseta og reikninga, en enginn kvaddi
sér hljóðs. Reikningarnir vom síðan samþykktir samhljóða.
Kosningar. í stað Einars Laxness, sem kjörinn var í aðalstjóm á aðalfundi 1987
til tveggja ára, en óskaði eftir að hverfa úr stjóm nú, var kjörinn Helgi Skúli
Kjartansson til aðalfundar 1989. Heimir Þorleifsson, sem einnig var kjörinn á
aðalfundi 1987 til tveggja ára, situr í stjóm til aðalfundar 1989. Skv. 3. gr.
félagslaga skyldu þrír aðalstjómarmenn, kjömir á aðalfundi 1986, ganga úr