Saga - 1988, Page 299
Fréttir
Athyglisverð merkisrit
Mig langar að vekja athygli á tveimur erlendum bókum, stórum í broti,
þykkum, orðmörgum og jafnframt efnismiklum, en umfram allt ómissandi
öllum, sem áhuga hafa á afdrifum þeirra landa, sem á sínum tíma fluttust
búferlum til Kanada eða Bandaríkjanna. Þar á ég auðvitað við þá, sem við
köllum ásamt niðjum þeirra einu nafni Vesturíslendinga. Gildir þá einu
hvoru megin landamæra þeir staðnæmdust vestra eða hvert þeir hafa síðan
borizt um víðan vang Norður-Ameríku. Ég minni samt á að marggefnu
tilefni, að Kanadabúar vilja ekki láta kalla sig „Americans", og naumast
mundi venjulegur Bandaríkjamaður vita hvaðan á sig stæði veðrið, væri
landi hans ruglað saman við konungsríkið Kanada, hluta af brezka samveld-
inu.
Því miður er ég ekki til þess búinn að svo stöddu að skrifa ærlegan ritdóm
um bækur þær, sem hér um ræðir, en engu að síður leyfi ég mér að mæla ein-
dregið með þeim.
lcelandic River Saga er eftir Vesturíslendinginn Nelson S. Gerrard. Hún er
9 + 838 tvídálka blaðsíður, og er hver síða sem næst 20 x 27 cm. Myndireru
fjölmargar og sögð deili á ótrúlegum fjölda persóna, enda er höfundurinn
hafsjór af fróðleik um íslendinga æskustöðva sinna. Bók þessi kom út í
Winnipeg 1985.
Eitt er sérstætt við þessa bók: bls. 1 er á vinstrihandar síðu, og mun a.m.k.
þorri íslendinga slíku óvanur.
Síðustu ár hafa víða á ný komizt á tengsl milli skyldmenna báðum megin
hafsins, vakin af gagnkvæmum heimsóknum. Hér ætti að vera fundin hand-
bók þeirra, sem vilja leita ættingja á þeim slóðum sem hún fjallar um. Skaðar
ekki að hafa þá líka handbæra Vesturfaraskrá 1870-1914, sem Júníus Kristins-
son sá um og út kom í Reykjavík 1983.
Hin bókin er af öðrum toga spunnin, en engu að síður forvitnileg þeim,
sem áhuga hafa á orðspori landa og niðja þeirra í Vesturheimi.
Plains Folk. North Dakota's Ethnic History.
North Dakota Centennial Heritage Series.
The North Dakota Institute for Regional Studies at North Dakota State
University
in cooperation with
The North Dakota Humanities Council and The University of North Dak-
ota.
Útgáfuár er 1986. Bókin er í stóru broti, þriggja dálka síður og myndir fjöl-
margar. Einnig kort og súlurit. Bls. 6 + 458.