Saga - 1989, Page 7
Formáli
í Sögu 1989 er fjölbreytt efni eftir 24 höfunda, ritgerðir, andmæli og
athugasemdir og ritfregnir, auk greinargerðar um aðalfund Sögufé-
lags 1989, höfunda og myndefni.
Upphafsritgerð bókarinnar er eftir Jón Guðnason og fjallar um
munnlegar heimildir og notkun þeirra, og byggir höfundur ekki síst á
reynslu sinni af gerð og notkun slíkra heimilda. Hefur naumast áður
verið gerð betri grein fyrir þessu viðfangsefni á íslensku, og ætti rit-
gerðin að geta orðið til leiðsagnar rithöfundum og fræðimönnum,
sem leita í þennan heimildasjóð. Þá er fróðlegt öllum áhugamönnum
að fá að skyggnast með þessum hætti í smiðju höfundar, sem styðst
að miklu leyti við munnlegar heimildir við ritun sagnfræðiverka.
Guðmundur J. Guðmundsson fjallar um stjórnmálaátök við
Norðursjó á víkingaöld og áhrif þeirra á kristniboð og viðhorf manna
í trúarefnum. Hvað ísland varðar kemst höfundur að þeirri niður-
stöðu, að kristin áhrif hafi verið mun meiri frá landnámi til kristnitöku
en fræðimenn hafa almennt talið til þessa. Anna Agnarsdóttir ritar
um eftirmál byltingarinnar á íslandi 1809 og viðbrögð breskra stjórn-
valda og dregur fram í dagsljósið áður óbirt skjöl. Gísli Jónsson víkur
að nafnsiðum Eyfirðinga og Rangæinga 1703-1845 í ritgerð sinni,
hvernig þeir breyttust þetta skeið og sýnir fram á mun á nafngiftum
sunnan og norðan heiða. Stefán Aðalsteinsson ritar um uppruna
Islendinga í tilefni af bók Gísla Sigurðssonar, Gaelic influence in lce-
land. Historical and literary contacts, og andmælir þeim skoðunum, sem
þar eru settar fram. Gunnar Halldórsson, Jón Ólafur ísberg og Theo-
dóra Þ. Kristinsdóttir skrifa um íhaldssemi og framfarahugmyndir
fyrr á tímum, að nokkru leyti með hliðsjón af riti Gísla Gunnarssonar,
Upp er boðið ísaland, og ritgerð Björns S. Stefánssonar í Sögu 1988. Þau
leggja m.a. áherslu á, að trúarleg viðhorf hafi átt ríkan þátt í að móta
hugmyndir manna um atvinnulíf.
Ritgerðabálki lýkur með viðauka Jans Ragnars Haglands við ritgerð
hans um merkikefli frá Björgvin og Niðarósi, sem birtist í síðustu