Saga - 1989, Page 10
8
JÓN GUÐNASON
ingar létu því að mestu ógert að rannsaka aðferðir og sagnfræðigildi
þeirra en sá gaumur sem þeim var gefinn sést berlega meðal annars í
riti Kr. Erslevs, Historisk Teknik (1911), þar sem fáum orðum er farið um
munnlegar samtímaheimildir en fjölyrt um munnlega sagnahefð, oral
tradition, og sagnfræðigildi erfðasagna. Hvorutveggja, skjalasöfnin og
heimildarýnin, stuðlaði að því að einangra akademíska sagnfræði
innan veggja háskólanna. Allur þorri sagnfræðinga var kominn úr
efnaðri miðstétt og átti það sinn þátt í að móta rannsóknaverkefni
þeirra.
Meginviðfangsefni sagnfræðinga langt fram á 19. öld var stjórn-
málasaga, einkum saga ríkisvaldsins sem þótti skipta mestu máli, um
valdamikla einstaklinga, valdatilfærslu og valdastreitu innan og milli
ríkja. Þetta var saga ríkjandi stétta, fámennra en valdamikilla yfir-
stétta, rituð í ákveðnum tilgangi enda voru stjórnmálin í verkahring
þeirra og þeirra var mátturinn og valdið.
f umróti 19. aldar brutu sagnfræðingar nýjar lendur og sagnfræðin
fór að kvíslast í ýmsar aðrar greinar en stjórnmálasögu. Samfara
mikilli grósku í verkalýðshreyfingunni og útbreiðslu sósíalisma vakn-
aði áhugi sagnfræðinga og fleiri á alþýðusögu, sérílagi á pólitískri og
félagslegri sögu nútímavekalýðs, verkalýðsfélaga, verkalýðsflokka,
stéttabaráttu og einstökum verkalýðsforingjum. Þetta var eiginlega
saga hins virka hluta verkalýðsstéttarinnar. Fram til þessa hafði
alþýða manna staðið í skugganum og birst í sögunni sem óræður og
lítt skilgreindur lýður, jafnan uggvænlegur. í mörgum löndum kom
verkalýðshreyfingin upp bóka- og skjalasöfnum til þess að geyma
heimildir um sögu sína en hérlendis voru skref stigin í þá átt með
stofnun bókasafns Hins íslenska prentarafélags, bókasafns Dags-
brúnar og skjalasafns Menningar- og fræðslusambands alþýðu.
Á millistríðsárunum fóru sagnfræðingar enn út á nýjar brautir bæði
hvað snerti aðferðir og viðfangsefni. Mesta nýjabragðið var að verk-
um annálaskólans franska sem tvinnaði aðrar greinar mannvísinda
meira eða minna við sagnfræðina. í Englandi skipaði A. L. Morton
alþýðu á bekk í almennri þjóðarsögu í bók sinni A People's History of
England (1937). Rit þetta fékk góðar viðtökur og vakti athygli sagn-
fræðinga, meðal annars á íslandi, á því að sjóndeildarhringur þeirra
væri helsttil þröngur og brýnt væri að færa hann út. Hér á landi voru
þeir einnig til sem ekki vóru sáttir við ríkjandi söguskoðun og vildu
að kastljósi sögunnar væri beint að alþýðufólki en til merkis um það