Saga - 1989, Page 13
UM MUNNLEGAR HEIMILDIR
11
Þeir sagnfræðingar sem á annað borð nota munnlegar heimildir gera
það jafnan í bland við ritheimildir.
Á síðustu tveimur áratugum hafa fræðimenn austan hafs og vestan
bundist samtökum sem hafa að markmiði að glæða áhuga á munnleg-
um heimildum, söfnun þeirra, varðveislu og úrvinnslu og jafnframt
að treysta fræðilegan grunn þeirra bæði hvað snertir viðtalstækni og
heimildamat. Þau hafa verið þess hvetjandi að kennarar og skóla-
nemar legðu stund á heimildagerð og vinnslu úr þeim þar sem slík
aðferð væri vel fallin til þess að auka þekkingu og skilning á sögu
almennt og á nánasta umhverfi sérstaklega. Þau hafa ennfremur beitt
sér fyrir því að fólk sem sest er í helgan stein riti minningar sínar bæði
í fræðilegu skyni og sér til afþreyingar. í þessum anda var samkeppni
sú sem Sagnfræðistofnun Háskóla íslands, Stofnun Árna Magnús-
sonar og Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns efndu til meðal lífeyrisþega
1974. Einna atkvæðamest þessara félaga er „Oral History Society" í
Englandi, stofnað 1973, en það gefur út tímaritið Oral History. Paul
Thompson, kennari við Essexháskóla og fyrr er getið, hefur þar látið
mikið að sér kveða og meðal annars samið eitt greinarbesta ritið um
munnlegar samtímaheimildir, The Voice of the Past (1978, endurskoðað
1988).1
Þorri sagnfræðinga hefur verið tómlátur um munnlegar heimildir.
Sumir gagnrýnenda þeirra hafna þeim alfarið þar sem þær séu ærið
vafasamar en aðrir finna þeim mest til foráttu að aðferðum við heim-
ildagerð sé áfátt og heimildarýnin ófullkomin.2 Almennt eru menn þó
samdóma um að munnlegar heimildir gagnist vel hversdagssögu.
Það sem einkum er talið viðsjált við þessar heimildir eru gleymska,
hneigðir og tímalengd frá atburði til ritunar. Ritsmíðar sem byggðar
eru á þessum heimildum eru svo gagnrýndar fyrir að þær séu hug-
lægar og lýsandi en skorti greiningu og heildarmynd. Bandaríkja-
maðurinn Ron Grele fór út í þessa sálma á ráðstefnu í Amsterdam
1980, en þar gagnrýndi hann þá venju að birta minningar þar sem
1 Önnur kynningarrit eru m.a.: Bernard Lewis: Hislory remembered, recovered, invented
(Princeton, New Jersey, 1975), Bjarne Hodne: Personalhistoriske sagn (Oslo 1973).
Bjarne Hodne (ritstj.): Muntlige kilder. Om bruk af intervjuer i etnologi, folkeminneviten-
skap og historie (Oslo-Bergen-Tromso, 1981). Torgrim Titlestad: Nár folket fortel. Ei
handbok i intervjuteknikk og munnleg historie (Bergen-Oslo-Tromso, 1982).
2 E.J. Hobsbawm: „History from Below - Some Reflections". í Frederick Krantz
(ritstj.); History from Below (1988).