Saga - 1989, Síða 15
UM MUNNLEGAR HEIMILDIR
13
Efniviður í alþýðusögu
Framansagt leiðir hugann að skjalaforða íslendinga, uppruna hans og
samsetningu, og að hve miklu leyti hann upplýsir um sögu þeirra.
Um þetta verður farið nokkrum orðum með alþýðusögu einkum í
huga.
Fram um miðja síðustu öld voru veraldlegir og andlegir embættis-
menn aðalhöfundar skjala og prentmáls, mestanpart vegna embættis-
skyldu en framleiðsla annarra gagna var tiltölulega lítil. Upp úr því
fór framleiðsla skjala og prentmáls stöðugt vaxandi, bæði opinberra
aðila og einstaklinga. Áhugamenn hófu söfnun og skráningu alþýðu-
efnis og reyndust fengsælir. Þeir söfnuðu þjóðsögum, ævintýrum,
sagnaþáttum, þjóðháttaefni, orðum, orðtökum, málsháttum, örnefn-
um og alls konar kveðskap o.s.frv. Eftir síðari heimsstyrjöld hafa risið
stofnanir sem sinna efnissöfnun og fræðilegum rannsóknum, Orða-
bók Háskóla íslands, Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns, Stofnun Árna
Magnússonar og Örnefnastofnun Þjóðminjasafns. Þetta mikla efni
sem safnað hefur verið og að talsverðu leyti komist á prent hefur verið
lítið kannað frá sagnfræðilegu sjónarmiði.
íslendingar eiga fleira í pokahorninu þar sem eru sendibréf og ævi-
minningar. Ógrynni hefur varðveist af sendibréfum og er megnið frá
19. öld og fyrstu áratugum líðandi aldar en fjarskiptatæknin, skeyti
og sími, hafa stórlega dregið úr slíkum boðskiptum og er það dæmi
um hvernig ný tækni getur breytt skjalaforðanum. I sendibréfum eru
geysimiklar upplýsingar um þjóðmál og daglegt vafstur og koma
menn þar jafnan fram á opinskárri hátt en í öðru sem þeir festa á blað.
í bréfum Sighvats Grímssonar Borgfirðings svo að eitthvað sé nefnt
eru nákvæmar og glöggar lýsingar á lífi alþýðumanns í Dýrafirði báð-
um megin við aldamótin síðustu. Og stórmerk eru bréf vesturfara til
ættingja hér heima. Engin könnun hefur verið gerð á þjóðfélagsstöðu
hinna mörgu bréfritara, en viðbúið er að þeir séu næsta fáir úr hópi
fátækra bænda og vinnustéttunum.
Sjálfsævisögur og minningar eru gömul bókmenntagrein á Islandi
°g geyma þær mikið sögulegt efni. í þeim lýsa höfundar nánasta
umhverfi sínu og því sem á daga þeirra hefur drifið og bregða þannig
birtu yfir samfélag sitt, stétt, kynferði, athafnir og mannleg samskipti.
Efnið er að jafnaði ekki sett í samhengi við almenna sögu eða skil-
greint svo að varasamt er að draga af slíkum ritum hverju um sig víð-