Saga - 1989, Síða 17
UM MUNNLEGAR HEIMILDIR
15
1950 birtust einnig sagnarit þar sem munnlegar frásagnir voru notað-
ar ásamt ritheimildum, Skútuöldin (tvö bindi, 1944, 1950) eftir Gils
Guðmundsson og Virkið í norðri (þrjú bindi, 1947, 1950) eftir Gunnar
M. Magnúss, en það rit var nýstárlegt að því leyti að það lýsti glænýj-
um atburðum.
Geysimikið hefur birst af minningarþáttum og er hluti þeirra skráð-
ur eftir forsögn. Erlingur Davíðsson ritstjóri hefur verið mikilvirkur á
þvf sviði, en þáttasafn hans, Aldnir hafa orðið (1972-88), fyllir orðið 17
bindi. Pegar á síðustu öld fóru að birtast viðtöl í blöðum, að jafnaði
voru þau stutt og af fréttatagi, en á millistríðsárunum bættust við við-
töl með minningarefni og hafa slíkar greinar síðan rutt sér til rúms á
síðum dagblaðanna. í þeim er mikill sögulegur fróðleikur falinn.
Háskólamenntaðir sagnfræðingar hafa lítið lagt af mörkum til gerð-
ar þess heimildaefnis sem hér hefur verið upptalið, enda hafa þeir fá-
liðaðir verið og haft nóg annað fyrir stafni. Á síðustu árum hafa þeir
þó sælst meira en áður eftir munnlegum heimildum og eru merki um
það Togarasaga Magnúsar Runólfssonar skipstjóra (1983) eftir Guðjón
Friðriksson og Af Halamiðum á Hagatorg (1986) eftir Pórunni Valdi-
marsdóttur, en rit þessi bæði gefa ljósa hugmynd um lífskjör tveggja
alþýðumanna, sjómanns og bónda, í Reykjavík á fyrri hluta okkar
aldar. Priðji sagnfræðingurinn, Sigurður G. Magnússon, hefur einnig
lagt fram merkan skerf til sögu höfuðborgarinnar með riti sínu, Lífs-
háttum í Reykjavík 1930-1940 (1985) sem byggt er á munnlegum og rit-
uðum heimildum og vettvangskönnun.
Æviminningar og munnlegar heimildir eru tvær greinar á sama
meiði, frásagnir einstaklinga og meginheimildir alþýðusögu. Sjálfs-
ævisögur hvort sem þær eru skráðar af sögumanni sjálfum eða af öðr-
um heimila ekki hver um sig víðtækar ályktanir eða alhæfingar. Öðru
máli gegnir um munnlegar heimildir sem hafa að geyma fjölda svara
við tilteknum sögulegum spurningum. íslendingar hafa lítið sinnt
slíkri gagnasöfnun og hefur hún helst verið á vegum ríkisútvarpsins.
Þar má tiltaka viðtöl Björns Th. Björnssonar listfræðings við marga þá
sem kynni höfðu af skáldinu Einari Benediktssyni, og Björn notaði í
bók sinni, Seld norðurljós (1982), viðtöl Péturs Péturssonar útvarpsþul-
ar við tugi manna sem voru annaðhvort þátttakendur eða vitni að
átökunum við Suðurgötu 14 í Reykjavík og kennd eru við Ólaf Frið-
riksson. Sumarið 1983 voru hljóðritaðar frásagnir verkafólks á Akur-
eyri til varðveislu og væntanlega til úrvinnslu en þeirri söfnun var