Saga - 1989, Page 21
UM MUNNLEGAR HEIMILDIR
19
í íslensku þjóðlífi. Allglöggar upplýsingar um vinnuferil stöku
manna eru í sumum sjálfsævisögum eins og í Ævisögu Sigurðar Ing-
jaldssonar frá Balaskarði (1957), íverum (tvöbindi, 1941), ævisöguTheo-
dórs Friðrikssonar, og þriggja binda minningum Tryggva Emilssonar,
Fátæku fólki (1976), Baráttunni um brauðið (1977) og Fyrir sunnan (1979).
Þessi rit, lesin í ofangreindri röð, lýsa feikivel þróun og tegund launa-
vinnunnar í heila öld og hinum félagslegu og pólitísku hliðum
hennar. Magnús S. Magnússon hefur tekið saman vinnuferil Theo-
dórs í doktorsritgerð sinni, bls. 63-5.
Tilgangurinn með því að fá svör Haralds Ólafssonar við tveimur
fyrrgreindum spurningum var að afla heimilda til viðbótar þeim sem
fyrir voru. Ætlunin var að birta þau í greinarformi, en frásögn hans
hafði svo margt annað markvert að geyma að ákveðið var að gefa hana
út á bók. Meginstefin í henni eru þó hin sömu sem lagt var upp með.
Heimildagerð. Þegar ráðist er í að skrá frásagnir annarra er hollt að
hafa í huga ýmis almenn heilræði. Fyrsta boðorðið er að fara sér að
engu óðslega og hafa nokkurn aðdraganda að skráningunni hvort
sem hún er hljóðrituð eðá skrifuð upp. Vel fer á því að skrásetjari og
sögumaður taki sér góðan tíma áður en þeir setja sig í stellingar, fái
sér kaffisopa, taki í nefið og ræði um heimsins gagn og nauðsynjar.
Aðdragandi í þessa veru myndar og styrkir trúnaðarsambandið milli
þeirra sem er nauðsynlegt ef vel á að takast því að sögumaður er að
jafnaði ekki viðbúinn því að gefa hluta af sjálfum sér á stundinni,
ganga til nokkurs konar skrifta. Þá er komið að erindinu og sögumað-
ur tekur til máls, kveðst eiginlega ekki hafa frá neinu að segja og ef
eitthvað er þá sé það lítt markvert. Þegar hann er búinn að slá þennan
fyrirvara hefur hann frásögnina. í fyrstu vill brenna við að hann fari
allhratt yfir sögu svo að frásögnin verður beinaber sem stafar að
nokkru leyti af návist upptökutækisins og að öðru leyti af því að hann
er í óvissu um hvað segja skal. Þegar fram í sækir gefur hann sig á
vald frásagnarinnar og hún verður eðlileg og óþvinguð. Þá er réttur
taktur fundinn. Hagkvæmast er að láta sögumann segja óslitið frá,
gn'pa ekki fram í með spurningum heldur beina þeim til hans í lok
hvers viðtals. Annars er hætt við að sögumaður missi þráðinn og farið
se út í aðra sálma, en með því móti verður frásögnin brotakennd og
seinleg til úrvinnslu auk þess sem hugsanlegt er að hann gleymi ein-
hverju því sem hann vildi sagt hafa. Þegar fyrstu yfirferð er lokið er
hentugast að vélrita alla frásögnina orðréfta.