Saga - 1989, Blaðsíða 24
22
JÓN GUÐNASON
human troubles that are brought to light, give, perhaps if only
for posterity, a real picture of the times at which the trials took
place (9-10).
Heimildamat. Frásögn Haralds Ólafssonar byggðist öll á minni, að
því undanskildu að hann studdist við sjóferðabók sína, sem nær frá
1924 fram á árið 1931, og nokkrum munnlegum upplýsingum frá öðru
fólki. Á öllum sagnfræðiheimildum, í hvaða formi sem er, eru ein-
hverjir annmarkar, en hvað munnlegar heimildir snertir eru viss
atriði sem verður sérstaklega að hafa í huga og gaumgæfa; að minni
manna er brigðult og hvernig tíminn leikur minnið frá atburðum hl
ritunar. Tímalengdin ein er ekki einhlítur mælikvarði á traustleika
frásagnar því að upprifjun margra og jafnvel flestra er oft mun gleggri
frá æskuárum en þeim sem síðar komu. En tíminn vinnur þó á minn-
ingunum að því leyti að hann hallar þeim frá staðreyndum, gefur
þeim annan svip en þær raunverulega höfðu og vík ég aðeins að því
síðar. Á ýmsum mannlegum fyrirbærum hvílir eins konar bannhelgi
eins og að þiggja af sveit, sjálfsvígum, sinnisveiki, blautlegri sagna-
skemmtun og mörgu fleiru. Um þvíumlíkt eru sögumenn almennt
býsna fátalaðir, að minnsta kosti vilja þeir ekki láta hafa það efhr sér
á prenh. Það er því komið undir siðrænu mati sögumanna hvers og
eins hversu langt er gengið að rjúfa þessa bannhelgi.
Pá var að kanna áreiðanleika frásagnar Haralds Ólafssonar. Hug-
læg atriði eins og tilfinningar og hugleiðingar verða seint eða aldrei
sannprófuð, en viðmiðunin er að þau séu í röklegu samhengi við
umhverh og aðstæður og eigi stoð í heimildum. Við mat á hlutlægum
atriðum var beitt samanburði við tiltækar heimildir, ritaðar og munn-
legar. Hér verður greint frá þremur munnlegum heimildum.
Haraldur lýsh heimilisstöðu sinni sem vinnupilts í Reykjakoh, þar
sem hann dvaldist í níu ár svo, að hann hefði aldrei talið sig hl heim-
ilismanna. Vigdís Þórðardóttir (f. 1902) segir eftirfarandi: „Gíslína
Sæmundsdóthr frá Reykjakoh sagði mér eitt sinn frá því að fólkið í
Reykjakoh hefði farið í útreiðartúr svo að ég spurði hvort Haraldur
hefði ekki farið með. „Nei, auðvitað ekki," svaraði hún að bragði,
„hann hafði nóg að gera heima."" í öll þau ár sem Haraldur var í
Reykjakoti fór hann aldrei í útreiðartúr. Hann lýsir einnig lítillega eft-
ir annarra sögn stórbúinu í Kaldaðamesi á dögum Sigurðar Ólafsson-
ar sýslumanns og Sigríðar Jónsdóttur konu hans og getur þar um