Saga - 1989, Page 29
UM MUNNLEGAR HEIMILDIR
27
mikillar þjóðfélagsólgu, stéttastríðs og fátæktar. Skýr dæmi um það
hvernig tíminn vinnur eru endurminningar manna sem tóku þátt í
hörðum átökum og stóðu í ströngu, en þar eru þau oft sveipuð frið-
sælum blæ. Pað verður því að leita annað en í endurminningar, svo
að ekki sé minnst á sagnfræðirit, til þess að nema nið tímans, til dæm-
is æstustu kaldastríðsáranna í samtímagreinar og bæklinga eða í
skáldverk eins og Atómstöðina (1948) eftir Halldór Laxness.
í sögu Haralds er rakinn ferill hans frá blautu barnsbeini og sárlítið
farið út fyrir sjónhring hans og fótmál. Hún er því hrein einstaklings-
saga. Stíllinn er í sömu tóntegund og frásögn hans, lágvær hvað sem
á dynur líkt og hjá þeim sem taka meðlæti og mótlæti með jafnaðar-
geði en þó er ekki laust við undiröldu. Aðfengnu efni var haldið í
algjöru lágmarki til þess að viðhalda frásögn sögumanns og láta það
ekki kaffæra svör hans við upphaflegum spurningum en óhjákvæmi-
legt þótti að auka við lítils háttar upplýsingum á stöku stað til skýring-
ar eins og um úthaldstíma togara og landlegu.
Við úrvinnslu var ástundað að vera frásögnum þeirra Einars og
Haralds trúr og gera þeim ekki upp hugsanir og skoðanir. Þótt vikið
væri við orðfæri til tilbreytingar var þess gætt að merking raskaðist
ekki, en annars hafa skrásetjarar á þessu ýmsan hátt og verður ekki út
í þá sálma farið. Unnt hefði verið að sníða bókum Einars og Haralds
annan stakk en reynd varð á. Til dæmis getur sagnaritari blandað sér
í frásögnina og lagt eitthvað fram frá eigin brjósti eða sett fram hug-
leiðingar um sögumann og söguefni í bókarlok. Álitlegt er að eiga tal
við samferðamenn sögumanna og vefa frásagnir þeirra inn í sögu
þeirra. Við frásagnir Einars og Haralds var unnt að spinna mikið, bæði
við lýsingar þeirra á atburðum og fólki. í Haraldssögu var til dæmis
freistandi þegar getið var Kristínar Ólafsdóttur, bústýru á Breiða-
hólsstað, að fara orðum um mann hennar, Jón vind á Eyrarbakka, og
ættmenn hennar, Kambsránsmenn. Og hér stenst ég ekki þá freist-
ingu að auka örlitlu við lýsingu Haralds á Jóhanni Guðmundssyni,
formanni í Þorlákshöfn. Hann var stálminnugur og frásagnarglaður í
meira lagi, fór með sögur og lausavísur, en ekkert af þessu sótti hann
í lesmál heldur úr hversdagslífinu því að hann las ekki mikið. Hann
sagði frá því að nokkrir kvenmenn austan heiðar hefðu farið á fjör-
urnar við sig og viljað fá sig fyrir eiginmann og þótti honum það ofur-
eðlilegt. Petta var trúlegt því að hann var ekki skreytinn maður og að
auki ásjálegur, hár, nettur og spengilegur. Hann sagði ekki aukatekið