Saga - 1989, Page 30
28
JÓN GUÐNASON
orð um sköpulag kvennanna og eðlisgáfu, en taldi upp af nákvæmni
skattheimtumanna hvað þær áttu í kistuhandraðanum. Jóhann var
fjölmörg sumur í símavinnuflokkum sem fóru um landið og var fram-
an af hjá Magnúsi Oddssyni verkstjóra og síðar hjá Skúla Sigurðssyni
bróðursyni sínum. Eitt sinn kom hann til Grenivíkur við Eyjafjörð þar
sem fiskúrgangi hafði verið dreift á tún og kvað þá svo að orði: „Hér
er nú lífvænlegt, allt fullt af þorskhausum og beinum." Að þessu var
brosað en nánar aðgætt fólust í þessari stuttu setningu þau miklu lífs-
sannindi allra kynslóða á íslandi fram á okkar öld, að menn þurftu
ekki að bera kvíðboga fyrir afkomu sinni þar sem sjávarfang var.
Niðurstaða mín er sú að unnt sé að gera munnlegar heimildir
traustar og fullnothæfar sé aðgæslu beitt og þær kannaðar á gagnrýn-
inn hátt. Munnlegum heimildum einum og sér eru þó eðlis síns
vegna sett þau takmörk að óhjákvæmilegt er til þess að öðlast heildar-
sýn að styðjast jafnframt við aðrar heimildir.
Hjáverk. Mannanafnaskrá fylgdi bók Haralds en ekki bókum Einars
og var það yfirsjón. Auk þess sem nafnaskrá er mikið þarfaþing er
hún talsverð trygging fyrir því að rétt sé farið með mannanöfn og
ýmislegt um þá menn sem við sögu koma. í nafnaskránni voru til-
greind æviár, starf og heimilisfang en við vinnslu hennar kom berlega
fram það sem bent hefur verið á hér að framan að ærið er mönnum
gert mishátt undir höfði í prentmáli eftir þjóðfélagsstöðu þeirra. Til
þess að safna ofangreindum upplýsingum var farið í manntöl, ábú-
endatöl, íbúaskrár, sóknarmannatöl, atvinnustéttatöl, handbækur
um samtímamenn, ættartölur, Almanak Þjóðvinafélagsins til 1966 og
eftir það í Skýrslur um dána og í þjóðskrárdeild Hagstofu íslands. Enn-
fremur var leitað til ættfróðra manna, Jóns Gíslasonar póstfulltrúa og
Péturs Péturssonar útvarpsþular. Með þessum hætti tókst að hafa
upp á nær öllum upplýsingum sem sóst var eftir.
Ég átti þess kost hjá viðmælendum mínum og fleirum að skoða
ýmis fágæt skjöl og gamlar myndir, en sjaldnast fylgdu myndunum
áletraðar upplýsingar og þær vöfðust fyrir eigendum svo að viðbúið
er að vitneskja um þær fyrnist enn að þeim gengnum. Útgáfa mynd-
skreytts prentmáls hefur aukist geysilega síðustu áratugi og jafnframt
skilningur á varðveislu myndefnis, þótt víða sé pottur brotinn, heil-
um myndasöfnum úr dánarbúum t.d. fleygt á haugana. Myndir eru
merkar heimildir og brýnt að slíkum menningarverðmætum sé haldið
til haga.